Skip to main content
Fréttir

Aðalfundur Samtakanna fer fram 20. mars n.k.

By 15. janúar, 2010No Comments

Aðalfundur Samtakanna ´78 verður haldinn laugardaginn 20. mars næstkomandi kl. 13. Fundurinn fer fram í Regnbogasal Samtakanna ´78 að Laugarvegi 3, 4. hæð.

Dagskrá fundarins er eins og hér segir: 

1.   Skipan fundarstjóra og fundarritara
2.   Lögmæti aðalfundar staðfest
3.   Skýrsla stjórnar, nefnda og starfshópa
4.   Áritaðir reikningar fyrra árs kynntir og bornir upp til samþykktar
5.   Fjárhagsáætlun ársins lögð fram
6.   Laga- og stefnuskrárbreytingar
7.   Kjör formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og þriggja meðstjórnenda
8.   Kjör tíu félaga í trúnaðarráð
9.   Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga
10.  Önnur mál

Stjórn Samtakanna ´78 hefur skipað kjörnefnd sem lýsa skal eftir og vinna að því að framboð berist til kjörs stjórnar og tíu félagsmanna til að sitja í trúnaðarráði svo og félagslegra skoðunarmanna reikninga. Kjörnefndina skipa: Alfreð Hauksson, Heiðar Reyr Ágústsson og Kristín Sævarsdóttir.

 – Stjórn Samtakanna ´78

Leave a Reply