Skip to main content
Fréttir

Aðstandendur transfólks athugið!

By 24. júní, 2013No Comments

Næsti fundur hjá hópi foreldra og aðstandenda transfólks verður miðvikudaginn 26. júní kl. 20.00 í húsnæði Samtakanna ’78, Laugavegi 3, 4. hæð. 
Foreldrar barna í kynáttunarvanda eru sérstaklega velkomnir. 

Það er alltaf gott að hitta aðra sem eru í svipuðum aðstæðum og maður sjálfur og ræða málin opinskátt. Þarna gefst tækifæri á að spyrja spurninga og deila með öðrum upplifunum, jákvæðum og neikvæðum. Eins er þetta gott tækifæri til þess að afla sér upplýsinga um efni sem ekki alltaf er aðgengilegt.

Hópurinn fer í sumarfrí í júlí og ágúst en hittist aftur 25. september.

Frekari upplýsingar í síma 694 8313

Leave a Reply