Skip to main content
Fréttir

Ættleiðingar

By 15. mars, 2011No Comments

Vegna fjölda fyrirspurna til Samtakanna ´78 undanfarið varðandi ættleiðingar og ættleiðingarmöguleika samkynja para og einhleypra einstaklinga settist framkvæmdastjóri S78 niður með Kristni Ingvarssyni framkvæmdastjóra Íslenskrar Ættleiðingar og forvitnaðist um stöðu mála.

Mikill vilji er meðal beggja félaga að leggja sameiginlega hönd á plóg til að vinna að bættu upplýsingaflæði um málaflokkinn, sem og auknum þunga í leit að löndum sem tilbúin eru að ættleiða til samkynja para og einhleypra einstaklinga.

Í undirbúningi hjá S78 er fræðslufundaherferð sem hlotið hefur vinnuheitið  „Hinsegin heilbrigði og hamingja“. Hugmyndin er að einn af þessum fundum verði tileinkaður ættleiðingum og tók Íslensk Ættleiðing mjög vel í að koma á þann fund og kynna málaflokkinn fyrir félagsmönnum, fræða og vonandi leggja línurnar að frekara samstarfi. Stefnt er að því að þessi fundur verði í lok mánaðarins en nánari dagsetning verður staðfest á næstu dögum.

Félagsmenn sem hafa tillögur að fræðslufundum, erindum og frummælendum eru hvattir til að senda tillögur sínar á skrifstofa@samtokin78.is  

Vert er að benda á opinn morgunverðarfund Innanríkisráðuneytisins um ættleiðingar: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27038

Skýrsluna í heild má nálgast á vef innanríkisráðuneytisins: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/24333

Við hvetjum alla sem telja sig málefnið varða til að mæta á þennan morgunverðarfund og kynna sér málaflokkinn vel og að sjálfsögðu koma svo á fræðslufundinn í samtökunum og leggja sitt af mörkum til umræðunnar þar.

 

 

 

Leave a Reply