Skip to main content
search
Fréttir

AÐVENTUFUNDUR NORÐURLANDSDEILDAR FAS

By 12. desember, 2006No Comments

Aðventufundur Norðurlandsdeildar FAS (Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra) verður á Sigurhæðum á Akureyri fimmtudaginn 14. desember klukkan 20.00.

Á fundinum verður litið yfir farinn veg og lagt á ráðin um starfið í félaginu á seinni hluta vetrar.

Foreldrar og aðstendendur samkynhneigðra á Norðurlandi eru hvattir til að mæta, taka þátt í spjalli, drekka kaffi og bragða á smákökum.

Nýir félagar eru sérstaklega velkomnir!

-Stjórn FAS á Norðurlandi

Leave a Reply