Skip to main content
Fréttir

Áhugaverðar málstofur á næstunni

By 12. nóvember, 2009No Comments

Hvar er trans í Háskóla Íslands?

Dagana 16.-20. nóvember fara fram þrjár málstofur um málefni Transgender einstaklinga á Íslandi í tilefni alþjóðlegs minningardags transgender fólks – Transgender day of remembrance.  Málstofurnar eru samstarfsverkefni Q – félags hinsegin stúdenta og Trans Ísland og er markmiðið að fræða þátttakendur og gesti um stöðu Transgender einstaklinga í íslensku samfélagi, aflétta leyndinni sem hefur hvílt yfir málaflokknum og takast á við þá fordóma sem transfólk mætir í sínu daglega lífi. Með þessu fær transfólk vettvang til tjá skoðanir sínar, áhyggjur og heimssýn.

Málþingið hefst mánudaginn 16. nóvember með málstofu sem ber titilinn Trans 101: Allt sem þú vildir vita en þorðir ekki að spyrja um, þar sem Anna Kristjánsdóttir deilir sinni lífsreynslusögu og svarar spurningum þátttakenda úr sal í léttu og skemmtilegu andrúmslofti. Allir eru velkomnir, sérstaklega þeir sem eru byrjendur í trans fræðum.

Þriðjudaginn 17. nóvember flytur Anna Jonna Ármanssdóttir fyrirlestur um sögu Trans réttindabaráttu á Íslandi og áhrif erlendis frá.
Miðvikudaginn 18. nóvember verður málstofan tileinkuð orðanotkun og því hvernig við tölum um trans á íslensku. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur, mun flytja erindi sem nefnist ,,Yfir og út – hugtök og sjálfsmyndir í transheimum“, ásamt því að kynna nýjustu bók sína „Kynlíf – heilbrigði, ást og erótík“.

Þar á eftir mun Davíð Þór Jónsson flytja stutt erindi og koma með tillögur að íslenskum þýðingum á hugtökum.

Auk þessa verður boðið upp á bíósýningu í Norræna húsinu þriðjudaginn 17. nóvember sem hefst klukkan 18:00.
Allir eru velkomnir.
Q – félag hinsegin stúdenta.
www.queer.is
gay@hi.is

Kynhneigð og fjölskyldan

Næsta málstofa RBF og félagsráðgjafardeildar verður þriðjudaginn 17. nóvember kl. 12-13 í Árnagarði, stofu 301. Þá mun Guðbjörg Ottósdóttir, félagsráðgjafi hjá Samtökum ´78, segja frá ráðgjöf fyrir einstaklinga og aðstandendur þeirra sem starfrækt er hjá samtökunum og hlutverki félagsráðgjafa í slíkri ráðgjöf. Einnig ætlar hún að fjalla um hverjir það eru sem leita eftir ráðgjöf og ástæðum þess. Þá mun Guðbjörg segja frá þeim kenningarlegu nálgunum sem liggja að baki ráðgjafar við einstaklinga og fjölskyldur sem eru að takast á við samkynhneigð, tvíkynhneigð eða transgender málefni. 

Málstofan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF)

Leave a Reply