Skip to main content
Fréttir

Áhugaverður fundur um staðgöngumæðrun

By 23. mars, 2010No Comments

Á fimmtudag, 26. mars, gengst heilbrigðisráðuneyti fyrir fundi um staðgöngumæðrun á Grand Hótel. Fundurinn hefst kl. 13 og er Vilhjálmur Árnason prófessor og stjórnarformaður Siðfræðistofnunar HÍ fundarstjóri.

Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti:

 

Kl. 13.00  Setning

Kl. 13.05  Ávarp Álfhildar Ingadóttur heilbrigðisráðherra

Kl. 13.20  Guðríður Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs heilbrigðisráðuneytis og formaður vinnuhóps um staðgöngumæðrun kynnir áfangaskýrslu   vinnuhópsins.

Kl. 13.30  Er tímabært að heimila staðgöngumæðrun og þá með hvaða takmörkunum? Til máls taka: Reynir Tómas Geirsson, prófessor og yfirlæknir á kvennadeild Landspítala; Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar; Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður; Sólveig Anna Bóasdóttir dósent í guðfræðilegri siðfræði við HÍ og Guðný Gústafsdóttir, kynjafræðingur og talskona Femínistafélags íslands

Kl. 14:40  Kaffihlé

Kl.15.00   Pallborðsumræður með framsögumönnum

Kl.16.00   Almennar umræður

 

Leave a Reply