Skip to main content
search
Fréttir

Allt í sleik!

By 13. júní, 2013No Comments

*ENGLISH BELOW

Samtökin '78 boða til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússneska Sambandsríkisins á föstudaginn kl. 17:00.

Ný löggjöf sem samþykkt var í neðri deild rússneska þingsins 11. júní s.l. gerir það refsivert að halda því fram að samkynhneigð sé eins eðlileg og gagnkynhneigð og önnur löggjöf gerir það refsivert að móðga trúfélög og trúariðkendur.

Slík löggjöf er vægast sagt fornaldarleg og hræðileg. Samtökin '78 geta ekki staðið hjá og horft upp á slík lög verða að veruleika og krefjast þess að rússneska þingið taki málið upp að nýju og sjái að sér. Samtökin '78 krefjast þess einnig að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir réttindum hinsegin fóks, aðstandendum þeirra og allra þeirra sem þessi löggjöf hefur bein eða óbein áhrif á og fordæmi þessi hræðilegu lög.

Við munum safnast saman fyrir utan sendiráð Rússneska Sambandsríkisins kl. 17:00 á föstudaginn 14. júní með regnbogafána og skilti (ef fólk vill koma með þau) og við hvetjum fólk eindregið að kyssast líkt og mótmælendur í Rússlandi og öðrum löndum hafa gert.

 

Stöndum ekki hjá og gerum ekki neitt þegar grundvallartjáningarfrelsi hinsegin fólks og heillar þjóðar er troðið niður af yfirvöldum. Kyssumst fyrir utan sendiráð Rússneska Sambandsríkisins á föstudaginn!!

*Samtökin 78 announces a protest outside the Russian Embassy tomorrow at 5pm.

On the 11 of June the Russian lower house passed a bill making it punishable to claim that homosexuality is as natural as heterosexuality as well a law that makes it punishable to insult religious institutions and those who belong to them.

These laws are a huge step back and extremely horrible. Samtökin 78 cannot stand by and watch while the Russian government passes such laws, we demand that they reevaluate their position and stop the hatred. Samtökin 78 also demand that the Icelandic government supports the rights of LGBT people in Russia and anyone else who may be effected by the legislation by condemning these terrible laws.

We will meet outside the Russian Embassy at 5pm tomorrow, Friday the 14th of June with rainbow flags, signs (get crafty and bring them along) and we encourage people to kiss just as protesters in Russia and elsewhere have done.

Lets not stand by and watch while basic human rights, freedom of expression and the LGBT people of Russia are trampled on by their government. ‘Kiss for change‘ outside the Russian Embassy on Friday!

Leave a Reply