Skip to main content
search
FréttirGreinarMálefni trans fólks

Alþjóðadagur sýnileika trans fólks

By 31. mars, 2017maí 28th, 2020No Comments

Í dag er alþjóðadagur sýnileika trans fólks. Trans aktivistinn Rachel Crandall byrjaði að halda þennan dag hátíðlegan árið 2009 til að fagna fjölbreytileika trans samfélagsins. Í dag er dagurinn fyrir trans fólk til að láta á sér bera og vera sýnilegt tækifæri fyrir sís fólk (fólk sem er ekki trans) til að læra um og fagna trans fólkinu í okkar samfélagi.

Trans fólk er yfirleitt mjög ósýnilegur hópur innan samfélagins og flestir halda að þetta sér afar sjaldgæft, þó þetta sé mun algengara en flesta grunar. Margt trans fólk er enn í skápnum hvort sem það hefur farið í gegnum kynleiðréttingarferli (kynleiðrétting er það ferli að aðlaga úthlutað kyn að raunverulegu kyni) eða ekki.

Þar sem trans fólk er enn frekar ósýnilegur hópur innan samfélagsins er oft auðvelt fyrir aðra að horfa á það sem lítinn og óverulegan hluta samfélagsins sem eigi ekki tilkall til þess að tekið sé sérstakt tillit til mannréttinda þess eða læknismeðferða. Þess vegna skiptir alþjóðadagur sýnileika trans fólks máli.

Hér er heimasíða og facebook síða Trans Ísland!

Leave a Reply