Skip to main content
Fréttir

Alþjóðleg ráðstefna um jafnrétti og bann við mismunun

By 25. október, 2010No Comments

Þriðjudag 26. október kl. 9.15-16.15 & miðvikudag 27. október kl. 9.15-16.45

í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.

UM RÁÐSTEFNUNA

Með ráðstefnunni er bundinn endahnútur á rannsóknarverkefni á vegum lagadeildar Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að kanna þá vernd sem íslensk löggjöf veitir tilteknum hópum fólks sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir mismunun af ýmsu tagi. Til samanburðar er litið til reglna Evrópusambandsins um jafnrétti og bann við mismunun, sérstaklega kynþáttajafnréttistilskipunar nr. 2000/43/EB og rammatilskipunar um jafnrétti á vinnumarkaði nr. 2000/78/EB. Íslensku rannsakendurnir munu kynna niðurstöður rannsóknarinnar ásamt erlendum sérfræðingum á sviði jafnréttislöggjafar Evrópusambandsins sem munu varpa ljósi á þau helstu álitaefnisem uppi eru á því sviði. Markmiðið er að dragaupp heildarmynd af vernd gegn mismunun í íslenskum rétti og stöðu jafnréttislöggjafar innan Evrópusambandsins.

Smellið hér til að sjá dagskrá og hér fyrir stutta auglýsingu (pdf skjöl).

Ráðstefnan er skipulögð af Lagadeild Háskóla Íslands í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Íslands og styrkt af PROGRESS áætlun Evrópusambandsins (jafnréttis-og vinnumálaáætlun sambandsins).

Erindi og umræður fara fram á ensku. Ráðstefnan er án endurgjalds og opin öllum.

Vakin er athygli á því að þeir sem óska eftir aðstoð táknmálstúlks til að túlka einstök erindi á ráðstefnunni eru beðnir um að senda beiðni þar að lútandi á netfangið: set1@hi.is fyrir föstudaginn 22. október n.k.

 

Nánari upplýsingar: Margrét Guðlaugsdóttir, skipuleggjandi ráðstefnunnar,

Leave a Reply