Skip to main content
search
Fréttir

Annað Q-kvöld vetrarins

By 7. október, 2010No Comments

Annað Q-kvöld vetrarins / Q’s second Q-night.

 Q – Félag hinsegin stúdenta heldur annað Q-kvöld vetrarins föstudaginn 8. október. Húsið opnar klukkan 21:00

 Þar verða félagsskýrteini boðin til sölu á 1000 kr.- og vekjum við athygli á því að ókeypis bjór verður í boði fyrir ný-seld skírteini um kvöldið – á meðan birgðir endast.

 Einnig bendum við á að þeir sem hafa þegar keypt skírteini geta keypt bjór af Samtökunum á tilboðsverði.

 Plús!

 Ef þú ert áhugasöm manneskja um hinsegin réttindamál eða hefur hugmyndir af verkefni sem þú vilt framkvæma þá býður Q þig sérstaklega velkomin. Í stjórnina hafa losnað þrjú sæti og vantar aðila í embætti alþjóðafulltrúa, embætti ritara og embætti gjaldkera.

 

Hlökkum til að sjá ykkur. 

Leave a Reply