Skip to main content
search
FréttirHagsmunabaráttaYfirlýsing

ÁRÍЭANDI YFIR­LÝSING FRÁ FÉLAGA­SAM­TÖKUM Á ÍSLANDI VEGNA AÐSTÆÐNA FÓLKS Á FLÓTTA

By 22. ágúst, 2023No Comments

Eftirfarandi fréttatilkynning var send út síðastliðinn föstudag.

Neðan­greind félaga­samtök lýsa þungum áhyggjum af mjög alvar­legri stöðu sem komin er upp í málefnum fólks á flótta sem vísað hefur verið úr allri þjón­ustu opin­berra aðila eftir neikvæða niður­stöðu umsóknar um vernd á báðum stjórn­sýslu­stigum. Afdrif þess, öryggi og mannleg reisn eru í hættu.

Samtökin harma að ekki skuli hafa verið tekið tillit til ítrek­aðra varn­að­ar­orða varð­andi afleið­ingar nýrra laga­ákvæða. Þá leikur mikill vafi á að fram­kvæmdin standist þær mann­rétt­inda­skuld­bind­ingar sem íslensk stjórn­völd hafa undir­gengist.

Margt sem ráða­menn hafa sagt í þessari umræðu er vill­andi, óljóst og byggir á skorti á upplýs­ingum um raun­veru­lega stöðu fólksins.

Samtökin skora á yfir­völd að tryggja öryggi þessa hóps, mann­rétt­indi og grunn­að­stoð með virku samráði við hjálpar- og mann­rétt­inda­samtök.

Því boða neðan­greind samtök stjórn­völd til samráðs­fundar nk. mánudag 21. ágúst 2023 klukkan 17.00 í sal Hjálp­ræð­is­hersins á Suður­lands­braut 72. Sérstak­lega hefur verið óskað eftir viðveru hlut­að­eig­andi ráðherra í ríkis­stjórn Íslands.

 

Barna­heill

Biskup Íslands

FTA – félag tals­manna umsækj­enda um alþjóð­lega vernd

Geðhjálp

GETA hjálp­ar­samtök

Hjálp­ar­starf kirkj­unnar

Hjálp­ræð­is­herinn á Íslandi

Íslands­deild Amnesty Internati­onal

Kven­rétt­inda­félag Íslands

Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands

No Borders

Prestar innflytj­enda, Þjóð­kirkj­unni

Rauði krossinn á Íslandi

Réttur barna á flótta

Samhjálp

Samtökin ´78

Solaris

Stígamót

UNICEF á Íslandi

UN Women á Íslandi

W.O.M.E.N. – samtök kvenna af erlendum uppruna

Þroska­hjálp

ÖBÍ – heild­ar­samtök fatlaðs fólks á Íslandi