Skip to main content
AlþjóðamálFréttir

Ársfundur ILGA Europe

By 31. október, 2017maí 28th, 2020No Comments

Ársfundur ILGA Europe verður haldinn með pompi og prakt í Varsjá Póllandi, 1.-5. nóvember næstkomandi. Samtökin ’78, Trans Ísland og Intersex Ísland senda öll fulltrúa á ársfundinn. Þau sem fara frá Íslandi: María Helga Guðmundsdóttir formaður Samtakanna ’78, Sólveig Rós fræðslustýra, Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri, Kitty Anderson formaður Intersex Ísland, Alda Villiljós formaður Trans Ísland, Alexander Björn Gunnarsson fyrrv. formaður Trans Ísland og Embla Guðrúnar Ágústsdóttir talskona Tabú.

Vegna fundarins þá verður skrifstofa Samtakanna ’78 að Suðurgötu 3 lokuð frá og með miðvikudeginum 1. nóvember til og með mánudagsins 6. nóvember. Skrifstofan opnar því aftur þriðjudaginn 7. nóvember. Bent er á að tölvupóstur Samtakanna fer ekki í frí og því er hægt að ná á okkur á skrifstofa@samtokin78.is.

Leave a Reply