Skip to main content
FréttirTilkynning

Ársskýrsla Samtakanna ’78 2016-2017

By 17. mars, 2017nóvember 15th, 2021No Comments

Ársskýrsla Samtakanna ’78 fyrir starfsárið 2016-2017 er nú komin á netið, smellið hér til að lesa. Skýrslan er ítarleg enda viðburðaríkt og óvenjulegt starfsár að baki.

Skýrslan verður lögð fyrir á aðalfundi félagsins laugardaginn 18. mars n.k. sem hefst kl. 13:00 í húsnæði Samtakanna að Suðurgötu 3. Þau sem hafa áhuga á örnámskeiði um fundarsköp geta mætt kl. 12 og fengið leiðsögn Daníels Arnarssonar um þær kúnstarinnar reglur sem gilda um framkvæmd funda sem þessara.

Dagsskrá aðalfundarins er hér:

1. Skipan fundarstjóra og fundarritara
2. Lögmæti aðalfundar staðfest
3. Skýrsla stjórnar, trúnaðarráðs, nefnda og starfshópa
4. Áritaðir reikningar fyrra árs kynntir og bornir upp til samþykktar
5. Fjárhagsáætlun ársins lögð fram
6. Laga- og stefnuskrárbreytingar
7. Kjör formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og alþjóðafulltrúa
8. Kjör tveggja meðstjórnenda -sjá framboðslýsingar hér fyrir lið 7 og 8
9. Kjör tíu félaga í trúnaðarráð –sjá framboðslýsinga hér fyrir lið 9
10. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga
11. Önnur mál:
a. Umræður og atkvæðagreiðsla um erindi Íslenskrar erfðagreiningar um formlegt samstarf við rannsókn á erfðafræðilegum grundvelli kynhneigðar

Í ársskýrslunni kemur fram að þrátt fyrir þetta óvenjulega og um margt erfiða ár hefur starfsemi félagsins að mörgu leyti aldrei verið öflugri eða fjölbreyttari. Ásókn í ráðgjöfina hefur þrefaldast á tveimur árum, fræðslustarfið er í miklum vexti undir stjórn fræðslustýru og ný og fagleg umgjörð um ungliðastarf fyrir 13-17 ára hefur glætt það starf nýju lífi. Starfshópar og nefndir um ýmis málefni, allt frá kynlífi og kynfrelsi til þess að eldast hinsegin, hafa lagt mikið af mörkum til félagsstarfsins. Hinsegin Norðurland, fyrsta hagsmunafélagið með höfuðstöðvar utan Reykjavíkur, bauð Samtökin ’78 velkomin í heimsókn sem markar vonandi upphaf að eflingu S78-samstarfs utan höfuðborgarsvæðisins. Þá var sérlega ánægjulegt að sjá fleiri tugi hinsegin fólks og bandamanna úr öllum áttum og á öllum aldri koma saman í Ráðhúsinu þann 11. febrúar og leggja lóð á vogarskálarnar í stefnumótun félagsins á Samtakamættinum. Og í kjölfar skuggaskýrslu Samtakanna ’78, Trans Íslands og Intersex Íslands beindu Sameinuðu þjóðirnar sínum fyrstu tilmælum til ríkisstjórnar Íslands á sviði hinsegin mála.

 

 

 

Leave a Reply