Skip to main content
search
Fréttir

Ársþing 2016

By 22. febrúar, 2016No Comments

Við blásum til glæsilegs, skemmtilegs og fræðandi ársþings dagana 3. – 6. mars næstkomandi! Árþingið er öllum opið að undanskyldum aðalfundi sem er aðeins opinn félagsfólki sem greitt hefur félagsgjöld ársins 2016. Ársþingið fer fram í húsnæði okkar að Suðurgötu 3. 


Fimmtudagur 3. mars
20.00-23.00 Opið hús. Fögnum sérstaklega fólki af erlendum uppruna

Föstudagur 4. mars 
17.30-18.45 Málþing um hinsegin fjölskyldumál
19.30-21.00 Hinsegin söguganga um miðborgina

Laugardagur 5. mars 
11.00-13.00 Vinnustofa um gildi í félagsstarfi m/Jamie McQuilkin
12.30-13.30 Vegan hádegisverður gegn frjálsum framlögum 
14.00-17.00 Aðalfundur Samtakanna '78. Kosning stjórnar.
19.00-22.00 Hraðstefnumót við starfshópa, hagsmunafélög o.fl.
22.00-01.00 Samtakapartý og ættarmót

Sunnudagur 6. mars
11.00-13.00 Fjölskyldubröns. Frumsýning teiknimyndarinnar Hugrakkasti riddarinn sem er að sjálfsögðu með hinsegin ævintýrablæ
14.00-16.00 Hinsegin prjónaklúbbur, mætið með prjónana eða bara ykkur sjálf og góða skapið
19.30-22.00 Ungliðafundur fyrir 14-20 ára.

Öll hjartanlega velkomin, engin skráning nauðsynleg, aðgengileg fyrir fólk með hreyfihömlun

Leave a Reply