Skip to main content
AuglýsingFréttir

Auður veggur, aðstoð óskast

By 27. janúar, 2022mars 2nd, 2022No Comments

Samtökin ‘78 leita eftir samstarfi við listamann til að skapa myndskreytingu á vegg í húsnæði okkar, um er að ræða flöt sem er um það bil 1,5m x 2,5m. Verkið mun prýða vegginn í hálft ár en þá verður blásið til samkeppninnar að nýju í leit að arftaka verksins.

Umsóknir skulu berast á skrifstofa@samtokin78.is undir yfirskriftinni Vegglist og innihalda upplýsingar um listamanninn, sýnisbrot af verkum listamanns og grunnhugmynd af verki. Mikilvægt er að verkið falli vel að rýminu sjálfu og stefnu Samtakanna ‘78. Opið verður fyrir umsóknir til kl. 23:59 mánudaginn 7. febrúar.

Frekari upplýsingar má nálgast með að senda tölvupóst á sigurgeir@samtokin78.is eða í síma 888-1178.