Skip to main content
search
Fréttir

Barbara, Batteríið og Samtökin '78 taka höndum saman

By 4. september, 2009No Comments

Í dag var gengið frá samstarfssamningi Samtakanna ’78 við Barböru og Batteríið. Þessi samningur gerir það að verkum að félagsmenn Samtakanna ’78 njóta nú m.a. forgangs í röð inn á Barböru og sérkjara á völdum drykkjum (bjór, léttvíni, Breezer og Barböru Cocktail) frá opnun og fram til kl 2. Ennfremur fá félagsmenn afsláttarkjör á ýmsa viðburði Batterísins t.d. inn á dansleiki Samtakanna ´78 og ýmsa tónleika sem fyrirhugaðir eru. Athygli er vakin á því að þessi vildakjör gilda einungis við framvísun gildra félagsskírteina.

 Á næstu vikum verður kynnt samstarf við fleiri aðila. 

Leave a Reply