Skip to main content
search
Fréttir

BEARS ON ICE 3-6 september, 2015

By 31. ágúst, 2015No Comments

BEARS ON ICE heldur upp á 11. starfsár sitt dagana 3. – 6. september. Viðburðurinn er eini hinsegin "men only" viðburðurinn á Íslandi en frá því að hann var fyrst haldinn árið 2005 hefur hann stækkað ár frá ári og í ár er von á  um 150 erlendum gestum á hátíðina. 

Hátíðin hefst fimmtudagskvöldið 3 september með "Welcome Party" í Iðusölum (Lækjargata 2) og eru allir velkomnir. Dagskráin er þétt skipuð þessa fjóra daga sem hátíðin fer fram en meðal annarra viðburða eru Golden Circle skoðunarferð, heimsókn í Bláa Lónið, Club Night á Lavabar og stórdansleikur í Þjóðleikhúskjallaranum. 

Aðalkvöldið fer fram í Þjóðleikhúskjallarnum laugardagskvöldið 5. september þar sem við opnum Bangsaklúbb í eitt kvöld. Sérstakur gestur er hinn bangsalegi og eldhressi tónlistarmaður Big Dipper sem hefur verið að slá í gegn á gay senunni í Bandaríkjunum. Hann hefur verið á ferð og flugi við að skemmta og er nú í fyrsta skipti mættur til Íslands. Einnig ætlar nýkrýnd Draggdrottning Íslands, GoGo Starr að troða upp svo búast má við miklu fjöri. Plötusnúðar kvöldsins eru DJ Dramatik, Bistro Boy og Brent Milne (US). 

Hægt er að kaupa miða á dansleikinn á staðnum og eru allir samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og trans karlmenn velkomnir.  Miðaverð á laugardagsballið er kr. 2.500 en 1.500 fyrir félagsmenn í Samtökunum '78. Húsið opnar kl. 23:00. Frekari upplýsingar um BEARS ON ICE  eru á vef hátíðarinnar, www.bearsonice.org og á Facebook síðunni https://www.facebook.com/bearsonice

Endilega skráið ykkur á Facebook viðburðurinn: https://www.facebook.com/events/1541755679397011/

Bangsasenan fagnar fólki eins og það er svo það þarf enginn að óttast að passa ekki í hópinn.

 

Leave a Reply