Skip to main content
Fréttir

STÓRGLÆSILEGT JÓLABINGÓ SAMTAKANNA ´78

By 5. desember, 2006No Comments

Jólabingó Samtakanna ´78 hefur aldrei verið glæsilegra! Heildarverðmæti vinninga í ár er yfir 600.000 kr.!! Fyrsti vinningur er ferð fyrir tvo til Færeyja með Atlandic Airways, gisting á Hotel Torshavn í þrjár nætur og máltíð fyrir tvo á veitingastað í Þórshöfn. Bingóstjórar verða hin óborganlegu Ingrid Jónsdóttir og Felix Bergsson.

Jólabingó Samtakanna ’78 hefur aldrei verið glæsilegra! Heildarverðmæti vinninga í ár er yfir 600.000 kr.!! Fyrsti vinningur er ferð fyrir tvo til Færeyja með Atlandic Airways, gisting á Hotel Torshavn í þrjár nætur og máltíð fyrir tvo á veitingastað í Þórshöfn. Af öðrum stórvinningum má nefna þrjú árskort í líkamsrækt í Sporthúsinu, farsíma, ótal bækur, gjafabréf á fjölmarga veitingastaði, ilmvötn, jólatré og margt, margt, MARGT fleira!

STAÐUR: Félagsheimili Samtakanna ’78, Laugavegi 3

DAGUR: 7. desember

TÍMI: 20.30, stundvíslega

STJÓRNENDUR: Hin óborganlegu Felix og Ingrid!

Í ár verður spilað í Regnbogasal, í fundarherbergi og á bókasafni en sýnt frá útdrætti á samtengdum sjónvarpsskjám! Mætið stundvíslega því búast má við húsfylli!

 

 

 

Myndin sýnir lítið brot vinninga:

 

 

 

 

 

Leave a Reply