Skip to main content
search
Fréttir

EVRÓPSKT BLAKMÓT OG BALL

By 1. apríl, 2007No Comments

Um páskahelgina verður haldið evrópskt blakmót lesbía í íþróttahúsi Fylkis í Árbæ. Tæplega 80 lesbíur frá Þýskalandi, Hollandi og Bretlandi munu koma til landsins til að skemmta sér saman og spila blak.

Mótið verður haldið laugardaginn 7.apríl frá kl.9.45-15.45 og sunnudaginn 8.apríl frá kl. 10-15. Allar lesbíur eru hvattar til að koma á pallana og hvetja sitt lið en KMK mun að sjálfsögðu vera með lið á mótinu. Aðgangur er ókeypis.

Á páskadagskvöld verður haldið lokahóf fyrir keppendur í Ásbyrgi á Broadway og á miðnætti gefst íslenskum konum tækifæri til að koma á ballið. Miðaverði er stillt í hóf og kostar ekki nema 1.000 kr inn. Eva María, Dagný og Doddi munu sjá um stanslaust stuð og hvetjum við allar konur til að koma eftir miðnætti til að skemmta sér á alþjóðlegu lesbíuballi. Dansleikurinn stendur til klukkan þrjú.

-Blaklið KMK

Leave a Reply