Skip to main content
search
Fréttir

Bíóball á Barböru 19. september

By 16. september, 2009No Comments

Mættu sem kvikmyndastjarna og fáðu frítt inn!

 

Fimmtudaginn 17. september hefst í Reykjavík glæsileg kvikmyndaveisla

– RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík. Eins og á liðnu ári eru Hinsegin bíódagar haldnir í samstarfi við hana. Að því tilefni sláum við upp sjóðheitu hinsegin bíóballi á Barböru laugardaginn 19. 

september til styrktar Hinsegin bíódögum. Aðgagnseyrir er 1000 kr. DJ Glimmer heldur uppi fjörinu og heyrst hefur að sjálf Divine muni vera þar innan seilingar. Meðal gesta á ballinu og kvikmyndahátíðinni verður hinn kornungi og efnilegi kanadíski leikstjóri Xavier Dolan, höfundur og aðalleikari myndarinnar „Ég drap mömmu“.

Þá mæta á ballið leikarar og aðstandendur hinnar snjöllu stuttmyndar Barða Guðmundssonar, „Mamma veit hvað hún syngur“ sem skartar Helgu Brögu Jónsdóttur og Víði Guðmundssyni í aðalhlutverkum, að ógleymdum ýmsum bráðefnilegum aukaleikurum, Davíð Jógvanssyni, Coco, Pacas og Elíasi Rafni. Að ógleymdri Kimberley Reed, leikstjóra „Efnispilta“ (Prodigal

Sons) og tyrkneska leikstjóranum Ismail Necmi.

 

Fjölmennum í fjörið á Barböru 19. september

 

Lítið á hinsegin dagskrá kvikmyndahátíðarinnar á www.hinbio.org og www.riff.is

Leave a Reply