Skip to main content
search
FréttirTilkynning

Breytingar á starfsmannahaldi

By 4. janúar, 2021No Comments

Um áramót tóku í gildi nokkrar breytingar á starfsmannahaldi Samtakanna ’78.

Sólveig Rós kom aftur til starfa í dag og tekur tímabundið við hlutverki verkefnastýru en Heiðrún Fivelstad sagði starfi sínu lausu undir lok ársins 2020, óskum við henni velfarnaðar og þökkum fyrir hennar góða starf.
Tótla I. Sæmundsdóttir mun halda áfram sem fræðslustýra á árinu 2021. Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, ráðgjafi, hefur einnig hætt hjá Samtökunum ’78 en verður þó áfram innan handar í sértækum verkefnum. Þökkum við henni einnig fyrir sín störf til þessa og óskum henni velfarnaðar.

Fyrirhugaðar eru frekari skipulagsbreytingar á starfsmannahaldi eftir aðalfund 7. mars nk.