Skip to main content
search
Fréttir

Brotið á réttindum samkynhneigðra

By 18. ágúst, 2009No Comments

Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir „opnu húsi“, næstkomandi laugardag á menningarnótt, frá 14:00 til 17:00, á skrifstofu deildarinnar að Þingholtsstræti 27, 3. hæð.Samtökin hvetja alla þá sem láta sér annt um réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans einstaklinga, að mæta á skrifstofuna á menningarnótt og skrifa undir aðgerðakort til að þrýsta á stjórnvöld í Litháen að ógilda nýja löggjöf sem þingið samþykkti fyrir skemmstu og vegur gróflega að mannréttindum LGBT einstaklinga í landinu.

Löggjöfin setur meðal annars bann við allri umfjöllun „sem rekur áróður samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans einstaklinga á opinberum vettvangi, í fjölmiðlum eða skólum, er skaða kann eðlilegan þroska ungmenna“, eins og fram kemur í ákvæði laganna. Lögin stríða gegn alþjóðlegum og svæðisbundnum mannréttindasamningum, að mati Amnesty International, brjóta á tjáningarfrelsi og banni við mismunun, auk þess að kynda undir fordómum vegna kynhneigðar eða kyngervis fólks í Litháen og/eða þeirra sem vinna að réttindabaráttu samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans gender einstaklinga. SÝNUM SAMSTÖÐU OG MÆTUM ÖLL! Boðið verður upp á kaffi og heitar vöfflur, og lifandi tónlist leikin á staðnum. Nánari upplýsingar veitir herferða-og aðgerðastjóri Amnesty á Íslandi, Bryndís Bjarnadóttir í síma: 5 11 79 00 eða 842 5664. 

 

Leave a Reply