Skip to main content
Fréttir

Draggkeppni Íslands

By 9. júlí, 2013No Comments

Draggkeppni Íslands fer fram 7. Ágúst í Eldborgarsal Hörpu. Þetta er í 16 skiptið sem keppnin er haldin og þriðja skiptið í Hörpu. Keppnin hefst kl 21:00 en móttaka gesta byrjar kl 20:00

Þema keppninnar er Beauty is pain (And i´m in a lot of pain)

Keppnisatriðin í ár eru 8. En það eru samt 11 keppendur að keppa. Í sumum atriðum í ár eru dúettar. Einnig koma kóngur og drottning ársins 2012 fram og kveðja titilinn sinn. Ásamt því að skemmtilegt opnunaratriði verður.

Hægt er að nálgast miða inná harpa.is eða midi.is eða kaupa þá í afgreiðslu Hörpu og hvetjum við fólk til að nálgast miða sem fyrst og velja sér það sæti sem það vill vera í. Félagsmenn í Samtökunum 78 geta fengið miðann á sérstökum afslætti í afgreiðslu Hörpu.

Kynnir keppninnar er engin önnur en Diva Jackie Dupree sem kemur beint frá New York til að vera með okkur í ár. Jackie er þekktur skemmtikraftur á Manhattan.

Þeir sem unnu aðgöngumiða á Jólabingó-i Samtakanna ´78 geta framvísað gjafabréfinu í afgreiðslu Hörpu og valið sér sæti.

Leave a Reply