Skip to main content
search
FréttirTilkynning

Edda Sigurðardóttir ráðin fræðslustýra

By 21. maí, 2024No Comments

 

Við hjá Samtökunum ’78 erum ánægð að tilkynna ráðningu Eddu Sigurðardóttur sem fræðslustýru. Edda kemur til okkar með mikla reynslu og þekkingu á sviði fræðslu- og menntamála.

Hún hefur starfað undanfarin ár sem grunnskólakennari og unnið meðal annars að að gerð framsækins námsefnis um hinseginleika. Edda þekkir Samtökin ’78 auk þess mjög vel, en hún sat bæði í félagaráði og síðar stjórn fyrir nokkrum árum. Edda hefur hafið störf.