Skip to main content
search

Samtökin ’78 og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hafa gert með sér samstarfssamning sem kveður á um að allt útgefið efni Samtakanna ’78 er nú aðgengilegt á vefnum timarit.is.

Útgáfustarfsemi Samtakanna ’78 nær aftur til ársins 1982 en þá kom fyrsta tölublað „Úr felum“ út. Einnig má finna 30 og 40 ára afmælisrit Samtakanna á timarit.is sem og aðra útgáfu sem Samtökin hafa staðið fyrir síðustu áratugi.

Það er von okkar að allt efni verði aðgengilegt með þessum hætti en nú er unnið að því að koma „Hýrauganu“ inn á vefinn. Ef þú lumar á efni sem ekki er á timarit.is, endilega hafðu samband við okkur á skrifstofa@samtokin78.is.

Skoða útgáfu