Skip to main content
search
Fréttir

Ekki frá Jesú Kristi

By 8. febrúar, 2005No Comments

Ég skil ekki af hverju andstaðan við réttindabaráttu samkynhneigðra er hvað sterkust í nafni kristinnar trúar. Mér finnst það í sannleika sagt óskiljanlegt. Ítrekað hef ég rætt við góðar og grandvarar manneskjur, fólk sem aldrei myndi vilja vinna nokkurri manneskju ógagn, og ver jafnvel stórum hluta frítíma síns í kærleiks- og líknarþjónustu úti í bæ, en þegar talið berst að réttindum samkynhneigðra þá myrkvast svipur þess og yfir varir sem venjulega blessa allt og alla, velta orð sem virka meiðandi og dæmandi á mig. …

Það eru staðreyndir sem ekki verður á móti mælt að samkynhneigt fólk er á engan hátt öðruvísi en annað fólk að því frátöldu að það hneigist til að elska sama kyn. Þau langar til að eiga ævifélaga af sama kyni. Samkynhneigðir eru ekki síðri uppalendur en gagnkynhneigir, nema síður sé, og börn þeirra eru ekki líklegri en börn annarra til að verða sjálf samkynhneigð, ef einhver skyldi nú óttast það. …

Það getur ekki verið úr Biblíunni, það getur ekki verið frá Jesú Kristi sú hugmynd, að banna fólki að lýsa yfir gagnkvæmum trúnaði, ást og virðingu og axla opinbera ábyrgð á heimili sínu. Ég hafna því. …

Einu mennirnir sem Jesús ávítaði voru þeir sem töldu sjálfa sig réttláta en fyrirlitu aðra. Það er þess vegna sem mér finnst svo nöturlegt þegar fólk tortryggir samkynhneigða í nafni trúarinnar. Vil ég loks láta í ljós þá bæn að þjóðin og leiðtogar kirkjunnar í landinu megi skjótt finna farsælar lausnir í þessum efnum. Því sú tregða sem enn ríkir veldur skelfilegum þjáningum.

Sr. Bjarni Karlsson í útvarpspredikun 29. febrúar 2004.

Leave a Reply