Skip to main content
Fréttir

Er tvíkynhneigð Tískufyrirbæri og karlmennska testósterón?

By 19. október, 2010No Comments
Föstudagur 22. október
Fjórða Q-kvöld vetrarins: Er tvíkynhneigð Tískufyrirbæri og karlmennska testósterón?  
Það er Q – Félagi hinsegin stúdenta mikill heiður að fá Ingólf V. Sigurðson, dósent við félagsfræði, til að endurflytja erindi sitt: Er tvíkynhneigð Tískufyrirbæri og karlmennska testósterón?. Erindið var hluti af opnunarviðburði Jafnréttisdaga Háskóla Íslands 2010: Tár bros og testósterón, sem Q átti hlut í að skipuleggja ásamt nefnd um Jafnréttisdaga. 
Erindi Ingólfs hlaut mikið lof og má með sanni segja að rokkstjörnufagnaður hafi ómað frá áhorfendum Jafnréttisdaga að því loknu. Út frá því spunnust heitar en jafnframt kröftugar og frjóar umræður um veruleika karlmanna, gagnkynhneigðarhyggju og snertifleti karlmennsku við kynhneigð. 
Að erindi loknu er það von stjórnar Q að umræður skapist meðal áhorfenda en þeim gefast einnig færi á að spyrja Ingólf spurninga. 
Félagsskírteini Q verða til sölu og kostar stykkið 1000 kr.-
Hvar? Regnbogasal Samtakanna ’78, Laugavegi 3, 101 Reykjavík. 
Hvenær? 22. október 2010, klukkan 21:00

Leave a Reply