Skip to main content
search
Fréttir

Félagatalstiltekt

By 14. febrúar, 2011No Comments

Eftir allsherjar tiltekt helgarinnar í húsnæði Samtakanna ´78 er komið að næsta áfanga!

Ákveðið hefur verið að hreinsa upp félagatalið okkar og óskum við því eftir sjálfboðaliðum sem eru reiðubúnir að leggja sitt lóð á vogarskálarnar.

Ef þú hefur nokkrar klukkustundir aflögu á næstu vikum til að setjast við símann þá endilega hafðu samband við framkvæmdastjóra Samtakanna í gegnum tölvupóst: skrifstofa@samtokin78.is eða í gegnum síma samtakanna: 552-7878 frá kl: 13-17 alla virka daga.

Leave a Reply