Skip to main content
Fréttir

Félagsfundarboð

Stjórn Samtakanna ‘78 boðar til félagsfundar þann 18. maí næstkomandi kl. 19.30 í Tin Can Factory, Borgartúni 1.

Félagsfundurinn er liður í að hefja samtal innan félagsins um eðli og starfsemi þess. Deilur undanfarnar vikur hafa sett sitt mark á starfið. Til marks um það hefur stjórn borist minnisblað frá átta manna hópi sem um að hún ætti að stíga til hliðar og að stjórn sem kjörin var 2015 ætti að boða til nýs aðalfundar hið fyrsta. Stjórn sér sér ekki fært að verða við þeim áskorunum og telur þá leið ekki vænlega til að lægja öldur og byggja upp starf félagsins. Svar stjórnar má sjá í heild sinni hér.
Það er trú stjórnar að með samráði, samtali og boði til félaga um að taka þátt í mótun starfsins muni okkur takast að vinna saman að bættum hag hinsegin fólks hérlendis. Því vonumst við til þess að sem flest félagsfólk sjái sér fært að mæta til þessa félagsfundar.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:

19.30 Setningarávarp: Elísabet Þorgeirsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum ‘78
19.45 – 20.30 Umræðuhópar um starfsáætlun 2016-2017, framtíð og eðli Samtakanna ‘78.

  • Starfsáætlun 2016-2017: Hvað ætti að leggja áherslu á í starfi samtakanna næsta árið? Fræðsla, ráðgjöf, samstarfssamningar, hagsmunagæsla, félagslíf? Möguleikarnir eru endalausir!
  • Framtíð og eðli Samtakanna ´78. Hvert stefnum við? Hvert viljum við fara? Hvert viljum við ekki fara?

20.30 – 21.00 Hópar kynna niðurstöðu sína.
21.00 – 21.15 Hlé
21.15 – 21.30 Kynning á hlutverki lagabreytingarnefndar
21.30 – 21.45 Kosning sex aðila í lagabreytingarnefnd
21.45 – 22.00 Ávarp og fundarslit

Stjórn óskar eftir framboðum í lagabreytingarnefnd. Lagabreytinganefnd mun starfa ásamt fulltrúa stjórnar í nefndinni. Nefndin mun skila tillögum fyrir aðalfund í mars 2017. Viðfangsefni laganefndarinnar er að hefja víðtækt samráðsferli með heildarendurskoðun laga Samtakanna ’78 að markmiði. Sérstaklega yrði skoðuð fyrsta grein laganna, er snýr að markmiðum samtakanna, en einnig aðrar greinar og tæknilegir annmarkar þeirra.
Mælst er með því að utanaðkomandi aðili, sem lagabreytinganefnd kemur sér saman um, verði henni innan handar og aðstoði við endurskoðun á lögunum.

Frambjóðendur skulu skila inn framboðum sínum á netfangið skrifstofa@samtokin78.is eigi síðar en 15. maí næstkomandi. Óskað er eftir að frambjóðendur svari eftirfarandi spurningum sem notaðar verða sem kynning á frambjóðendum. Frambjóðendur mega senda mynd af sér ef þeir óska þess.

Nafn.
Reynsla af starfi Samtakanna ‘78.
Önnur reynsla af félagstörfum.
Helstu áherslur náir þú kjöri í lagabreytinganefnd.
Annað sem þú vilt taka fram.

Rétt til setu á fundinum og til framboðs í lagabreytinganefnd hafa skráðir félagar sem greitt hafa félagsgjöld fyrir árið 2016.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

 

Leave a Reply