Skip to main content
search
FréttirViðburður

Félagsfundur að vori 2021

By 30. maí, 2021júní 11th, 2021No Comments

Félagsfundur að vori fór fram í Norræna húsinu laugardaginn 29. maí. Á fundinum kynnti formaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir (hún), markmið stjórnar fyrir starfsárið. Líflegar umræður áttu sér stað meðal félagsfólks um verkefnin framundan, sérstaklega um hlutverk Samtakanna í komandi alþingiskosningum í september.

Að loknu kaffihléi fór Eikynhneigðraspjallið fram. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir (hún) stýrði umræðum fjögurra eikynhneigðra manneskja sem voru í senn fróðlegar og fjörugar. Í pallborði sátu Reyn Alpha (hán), Sand (they/them), Fanney Ómarsdóttir (hún) og Antonía Arna (hún). Viðburðurinn var sendur út í beinu streymi og er upptaka aðgengileg á facebook síðu Samtakanna ‘78.