Skip to main content
search
Fréttir

Félagsfundur að hausti

By 12. nóvember, 2015No Comments

Samtökin ´78 boða til félagsfundar að hausti þriðjudaginn 24. nóvember kl. 20 að Suðurgötu 3. Að venju verður lögð fram drög að fjárhagsáætlun næsta árs.

Þá tilkynnist einnig að BDSM Ísland hefur formlega sótt um aðild að Samtökunum ´78. Aðildarumsóknin verður tekin fyrir á aðalfundi í mars á næsta ári en á þessum félagsfundi munum við fá kynningu á umsókninni frá formanni félagsins, Magnúsi Hákonarsyni.
Rétt til setu á félagsfundi hefur félagsfólk sem borgað hefur árgjöld fyrir árið 2015.
Húsnæðið er aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun. 

Leave a Reply