Skip to main content
Fréttir

Félagsfundur

By 20. janúar, 2014No Comments

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum vinna stjórn, trúnaðarráð og alþjóðahópur Samtakanna ´78 að skipulagningu samstarfsverkefnis við systursamtök okkar í Úganda.

Í viðtali við mbl.is í vikunni sagði Anna Pála Sverrisdóttir: “Þó svo ekki sé enn hægt að greina frá smáatriðum þá erum við með formlegt verkefni og vel skilgreint í pípunum sem snýr að því að styðja við þessi systursamtök okkar svo þau geti upplýst sitt samfélag betur.”

Nú er komið að því að upplýsa félagsmenn okkar um verkefnið sem framundan er og eins ræða fjárhagslegar hliðar verkefnisins sem snúa að Samtökunum ´78. Ákveðið hefur verið að blása til félagsfundar n.k. fimmtudagskvöld 23. janúar 2014 í Regnbogasal Samtakanna ´78. Hefst fundurinn kl: 20.

Fyrirvari fundarins er óvenju stuttur vegna óvissu um þróun mála í Úganda, biðjum við því alla að dreifa þessum upplýsingum sem víðast.

Við hvetjum alla félagsmenn til að koma á fundinn, kynnast þessu metnaðarfulla verkefni og taka virkan þátt í að skapa betri heim.

Leave a Reply