Skip to main content
search
Fréttir

FÉLAGSFUNDUR, STYRKTARKVÖLD UNGLIÐA OG VALENTÍNUSARBALL

By 3. febrúar, 2009No Comments

Það verður nóg um að vera laugardaginn 14. febrúar í Samtökunum ´78. Dagskráin hefst með félagsfundi í Regnbogasal Samtakanna ´78 kl. 14. Ungliðar halda styrktarkvöld kl. 20 á Club 101 (áður Organ) og upp úr miðnætti verður loks slegið upp Valentínusarballi á Club 101.

Félagsfundur

 

Stjórn Samtakanna ´78 boðar til félagsfundar 14. febrúar kl. 14:00. Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti:

 

1.       Tillögur lagabreytinga- og stefnuskrárnefndar kynntar

2.       Kosning í uppstillingarnefnd

3.       Önnur mál

 

Hlutverk uppstillingarnefndar samkvæmt félagslögum er að lýsa eftir og vinna að því að framboð berist til kjörs stjórnar svo og til setu í trúnaðarráði fyrir aðalfund félagsins sem í ár verður haldinn í Regnbogasalnum að Laugavegi 3. þann 14. mars kl. 14:00.

 

Þeir félagar sem áhuga hafa á því að leggja félaginu lið með starfskröftum sínum eru sérstaklega hvattir til þess að setja sig í samband við nefndina. Starfssemi félagsins má kynna sér á heimasíðunni www.samtokin78.is Um hlutverk stjórnar og trúnaðarráðs má lesa á undirsíðunni à Um félagið à Félagslög og fundarsköp. Rétt er að vekja athygli á því að öllum félögum er frjálst að bjóða fram lista til stjórnarkjörs og skal hann hafa borist skrifstofu félagsins hálfum mánuði fyrir auglýstan aðalfund. Framboð til setu í trúnaðarráði skulu einnig hafa borist skrifstofu félagsins hálfum mánuði fyrir aðalfund, en til ráðsins er kosið einstaklingskosningu.

 

——-

 

Styrktarkvöld ungliða

 

Ungliðar Samtakanna ´78 bjóða félagsmönnum  á sérstakt styrktarkvöld ungliðanna á Club 101 laugardaginn 14. febrúar kl. 20:00. Boðið verður upp á fyrirlestra og skemmtiatriði auk þess sem kaffi og kökur verða til sölu ásamt ýmsum varningi.

 

——

 

Valentínusarball

 

Samtökin ´78 efna til Valentínusardansleiks  á Club 101 þann 14. febrúar kl. 24:00.  Skemmtilegur stefnumótaleikur verður í gangi þannig að það er skyldumæting fyrir þá einhleypu. DJ Bling sjá svo um að engum leiðist á dansgólfinu. Miðaverð kr. 1.500 fyrir félagsmenn en kr. 2.000 fyrir utanfélagsmenn.  

Leave a Reply