Skip to main content
search
Fréttir

Félagsfundur: – Tillögur lagabreytinganefndar kynntar

By 27. janúar, 2005No Comments

Tilkynningar Stjórn Samtakanna ´78 boðar til félagsfundar laugardaginn 29. janúar kl. 16:00 á Laugavegi 3.

Aðalfundur félagsins 2004 samþykkti að skipuð yrði nefnd til að endurskoða lög félagsins og nokkru síðar tilnefndi stjórn þau Arndísi B. Sigurgeirsdóttur, Eygló S. Aradóttur, Guðlaug Kristmundsson, Hrafnkel Tjörva Stefánsson og Margréti Pálu Ólafsdóttur í nefnd sem nú hefur skilað tillögum að lagabreytingum. Nefndin mun kynna tillögur sínar í umræðum á boðuðum félagsfundi, en í ljósi þeirra umræðna mun nefndin skila endanlegum tillögum til stjórnar fyrir 19. febrúar. Þær verða bornar upp á aðalfundi 19. mars til umræðu og atkvæðagreiðslu.

Leave a Reply