Skip to main content
Fréttir

Fjölbreytni til framtíðar

By 10. maí, 2009No Comments
Laugardaginn 9. maí sl. efndi stjórn Samtakanna ’78 til trúnaðarráðs- og stefnumótunarfundar og fór fundurinn fram í safnaðarheimili Laugarneskirkju. Fundinn sátu  auk stjórnar og trúanaðarráðs fulltrúar hinna ýmsu félaga sem starfa á vettvangi hinsegin fólks á Íslandi (en sumir þeirra sátu einnig í trúnaðarráði) svo sem frá Hinsegin dögum, KMK og Les Jungles, HIV-Ísland, Q-félag hinsegin stúdenta, Trans-Ísland, MSC Ísland og FAS – félag foreldra og aðstandenda samkynhneigðra. Á fundinum var framtíð félagsins rædd frá ýmsum hliðum en fundurinn var framhald af stefnumótunarfundi sem fram fór fyrr á þessu ári. 

Samtökin ’78 standa á tímamótum meðal annars í ljósi breyttrar lagalegrar stöðu samkynhneigðra á Íslandi. Það er því mikilvægt nú sem endranær að félagið endurmeti stöðu sína og hlutverk til framtíðar.  Á fundinum var meðal annars rædd sú skoðun sem gjarnan heyrist að þar sem lagalegum réttindum hafi verið náð að fullu þá sé baráttunni þar með lokið. Fundarmenn voru hinsvegar allir sammála um það að huga þarf að fjölmörgum verkefnum enda félagsleg staða ekki tryggð með lögum einum og sér. Þá er staða transgender fólks á Íslandi afar óljós enda  engin heilsteypt löggjöf til sem taki á málefnum þessa hóps eins og víða í nágrannalöndum okkar og því þarf að breyta.
Trúnaðarráðsfundur 9. maí
Fundurinn þótti takast afar vel í alla staði en um leið er ljóst að mikið verkefni er framundan. Lifandi grasrót er forsenda stefnumótunarvinnu af þessu tagi og að Samtökin ’78 geti ljáð hinsegin fólki rödd og tryggt fjölbreytni til framtíðar. 
-FJ

Leave a Reply