Skip to main content
search

Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland fordæma lagabreytingu sem ungverska þingið samþykkti 19. maí síðastliðinn. Breytingin festir í lög að kynskráning geti aldrei verið önnur en sú sem kemur fram á fæðingarvottorði. Þetta mun gera það að verkum að trans og intersex fólk í Ungverjalandi mun þurfa að þola enn verri fordóma og jaðarsetningu en áður.

Jaðarsettir hópar fólks eru í hættu á tímum sem þessum þar sem ríkisstjórnir og háttsettir aðilar hrifsa til sín aukin völd í nafni COVID-19 og taka ákvarðanir án þess að vera í samráði við hagsmunafélög, ganga þvert á alþjóðasamþykktir og vinna á móti almennri mannréttindalöggjöf. Endurskilgreining kyns í ungverskum lögum er ein birtingarmynd hættulegs bakslags sem átt hefur sér stað í málefnum trans og intersex fólks á undanförnum árum í Evrópu. Það er grafalvarlegt að ríki taki kerfisbundið réttindi af þessum hópi fólks sem berst fyrir sjálfsákvörðunar- og tilverurétti sínum á hverjum degi, er oft skotspónn fordóma, áreitis og ofbeldis. Alþjóðasamfélagið verður að sýna að svona framferði verður ekki látið óátalið.

Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland skora á utanríkisráðherra Íslands að fordæma lagasetninguna og að hann hvetji ungversk stjórnvöld til þess að tryggja trans og intersex fólki þau mannréttindi að geta verið þau sjálf í nafni laganna. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur á liðnum árum sent skýr skilaboð um að Ísland ætli sér að vera í fremstu röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, vilji leiða með fordæmi og nýta áhrifavald sitt á alþjóðavettvangi. Nú er tækifæri til að sýna að orðum fylgi efndir og sýna hinsegin fólki í Ungverjalandi samstöðu, en þau þurfa svo sannarlega á því að halda.

Loks hvetjum við alla Íslendinga sem láta sig mannréttindi varða til þess að skrifa undir þennan undirskriftalista frá ungversku samtökunum Transvanilla, þar sem kallað er eftir því að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fordæmi ungversk stjórnvöld og sjái til þess að öll möguleg tæki séu nýtt til þess að tryggja trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi.

The National Queer Organisation of Iceland, Trans Iceland and Intersex Iceland harshly condemn the Hungarian parliament’s approval of a new legislation on the 19th of May.

The new law prevents gender registration to be any different from the one assigned at birth. This will cause a great increase in prejudice and marginalization against Intersex and Transgender people, people who have already suffered enough from the aforementioned discrimination.

Marginalized people are in danger during times like these, times where governments and high-ranking people try to gain more power during tragic times and ignore cooperating with NGOs and other similar organisations, international treaties and work against the International human rights law. The redefinition of gender in the eyes of the Hungarian laws is one of the manifestations of the backlashes that have been ongoing in Europe when it comes to the matters of Transgender and Intersex people.
It is a serious matter when the state systematically seizes citizens’ rights in the way it’s been seized from Intersex and Transgender people, people that fight for their right of self determination and existence each and every day and is often the main target when prejudice, harassment and violence is involved. The international community must speak up and show that this behaviour is not tolerated.

The National Queer Organisation of Iceland, Trans Iceland and Intersex Iceland challenges the foreign minister of Iceland to condemn Hungarian’s amendment and to encourage the Hungarian government to safeguard Transgender and Intersex people’s right to be who they are in the eyes of law. The Ministry for Foreign affairs has in the past years given a clear message that Iceland should be one of the leading countries when it comes to the rights of LGBTI people, lead with good examples and engage by using its power in the international community. Now is a chance to turn words into action by showing the LGBTI people of Hungary much needed solidarity.

Lastly, we want each and every Icelander that cares about human rights to sign this petition from the Hungarian association Transvanilla. By signing the petition you are demanding that Ursula von der Leyen, the president of the European commission condemns the Hungarian government and make sure that each and every method is used to secure Transgender and Intersex people’s basic human rights.

Ertu með ábendingu eða spurningu?

Við erum til staðar Senda skilaboð