Skip to main content
search
Fréttir

Foreldrar og aðstandendur samkynhneigðra á Norðurlandi: – Fundur á Sigurhæðum

By 11. maí, 2004No Comments

Tilkynningar Fyrsta starfsári Hóps foreldra og aðstandenda samkynhneigðra á Norðurlandi er að ljúka. Lokafundurinn verður á Sigurhæðum á Akureyri fimmtudaginn 13. maí og hefst klukkan 20.00. Opið verður frá 19.30 ef einhverjir skyldu vilja koma og spjalla áður en fundurinn hefst. Áætlað er að fundurinn standi í klukkutíma.

Fundarefni er að litið verður yfir vetrarstarfið, fjallað um sumarið framundan og komandi vetur og tekin afstaða til þess hvort stofna skuli formlega Norðurlandsdeild FAS á rótum þessarar tilraunar, að hittast á Sigurhæðum einu sinni í mánuði í vetur. Sagt verður örlítið frá málstefnunni Andspænis sjálfum sér, sem haldin var á Selfossi í síðasta mánuði, og fjallað um önnur mál sem fundarmenn hafa í handraðanum.

Allir eru hvattir til að koma á þennan lokafund vetrarstarfsins og eins og ævinlega eru nýir félagar sérlega velkomnir!

Leave a Reply