Skip to main content
search
Fréttir

Fóstur og ættleiðing barna

Fimmtudaginn 22. febrúar 2007 héldu Samtökin ´78 fræðsu- og umræðufund um ættleiðingar og fósturmál.

Margir samkynhneigðir óska eftir að taka að sér barn til að annast og ala upp. Tvær leiðir sem gjarnan eru hugleiddar eru að taka að sér barn í fóstur eða ættleiða barn. Þessar tvær leiðir eru um margt ólíkar, og ólík lög sem um þær gilda.

Ákvæði um fósturbörn er að finna í barnaverndarlögum nr. 80/2002. Barn getur verið í tímabundnu eða varanlegu fóstri og barnið á alltaf rétt á samskiptum við kynforeldra sína á meðan það er í fóstri.

Þegar barn er ættleidd eru öll tengsl við kynforeldra slitin og barnið elst upp sem eigið barn kjörforeldra sinna. Ástæðan fyrir ættleiðingu geta verið ólíkar og ættleiðingar því gjarnan flokkaðar í stjúpættleiðingar, frumættleiðingar og erlendar ættleiðingar.

Á fundinum flutti Anni G. Haugen, félagsráðgjafi, stutta framsögu þar sem fjallað var nánar um forsendur þess að börn fari í fóstur eða eru ættleidd og þá lagaramma sem um er að ræða. Hér má nálgast glærurnar af fyrirlestrinum en í þeim eru ýmsar gagnlegar upplýsingar.

 

Leave a Reply