Skip to main content
Fréttir

Frá Sunddeild Styrmis

By 13. september, 2011No Comments
Hæ elsku fólk
 
(english version below)
 
Senn líður að tímamótum. Sundtímabilið er að byrja og þjálfarinn að fara til útlanda.
Framundan er mega tímabil hjá okkur. Íslandsmeistaramót garpa (sem við ætlum að rúlla upp) og svo IGLA 2012, en þá koma heitustu hommarnir og svakalegustu lesbíurnar úr sundheiminum til landsins að keppa. Þetta verður epískt, krakkar, epískt segi ég….
 
Þess vegna verður fyrsta sundæfing vetrarins klukkan 18.00 næstkomandi fimmtudag í laugardalslaug og svo skipulagsfundur á Barböru klukkan 20 eftir æfingu. Ef við blikkum barþjónana fáum við líka örugglega happy hour á barnum.
 
Endilega látið sjá ykkur og dragið vini, vandamenn og alla þá sem geta flotið með.
 
rennblautar kveðjur
Hafdís
 
English: Swim. Thursday. 18.00 in Laugardalslaug. Come. Be there and be queer….

Leave a Reply