Skip to main content
search
FréttirStjórnTilkynningTrúnaðarráð

Fræðslufulltrúi hefur störf; ný stjórnarskipan

By 31. júlí, 2016desember 11th, 2021No Comments

Eins og tilkynnt var í fréttabréfi Samtakanna ’78 þann 1. júlí síðastliðinn tekur Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir við stöðu fræðslufulltrúa félagsins mánudaginn 1. ágúst.

Um er að ræða tímabundna ráðningu til fjögurra mánaða til að sinna umfangsmiklum fræðsluverkefnum komandi hausts, m.a. í tengslum við þjónustusamninga við Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbæ. Ugla, sem gengdi áður stöðu fræðslustýru hjá félaginu frá nóvember 2012 til september 2015, hlakkar til að takast á við að móta og stýra ört vaxandi fræðslustarfsemi okkar. Hún hefur vikið úr stjórn í öllum umræðum og ákvörðunum er varða þessa stöðu og mun víkja alfarið úr stjórn þann 1. ágúst er hún tekur við stöðu fræðslufulltrúa. Er það mikið tilhlökkunarefni fyrir stjórn og starfsfólk að vinna með Uglu að áframhaldandi uppbyggingu fræðslustarfs félagsins.

Trúnaðarráð hefur tilnefnt Benedikt Traustason til að taka sæti Uglu í stjórn frá og með brotthvarfi hennar. María Helga Guðmundsdóttir, sem trúnaðarráð tilnefndi til stjórnarsetu í veikindaleyfi Hilmars Hildar Magnúsarsonar sem hófst 5. maí sl., mun auk þess sitja áfram í stjórn fram að aðalfundi 11. september.

Fram að næsta aðalfundi skipa því eftirtaldir aðilar stjórn og trúnaðarráð félagsins:

Stjórn Samtakanna ’78:

  • Ásthildur Gunnarsdóttir
  • Benedikt Traustason
  • Heiður Björk Friðbjörnsdóttir
  • Júlía Margrét Einarsdóttir
  • Kitty Anderson
  • María Helga Guðmundsdóttir
  • Unnsteinn Jóhannsson

Trúnaðarráð Samtakanna ’78:

  • Auður Emilsdóttir
  • Daníel Arnarsson
  • Hafsteinn Himinljómi Sverrisson
  • Kjartan Þór Ingason
  • Óskar Steinn Ómarsson
  • Sigurður Þorri Gunnarsson
  • Sólveig Rós
  • Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

Leave a Reply