Skip to main content
search
Fréttir

FRÆÐSLUFUNDUR FKB: "KYNSKIPT FRÆÐSLA UM NAUÐGANIR", "HVAÐ ER TRANSGENDER? OG "KYNLÍF ER EKKERT GRÍN! KYNFRÆÐSLA SEM MÆÐUR VEITA UNGLINGUM"

By 26. mars, 2007No Comments

Fræðslufundur FKB – fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir
Þriðjudaginn 27. mars 2007
Litlu Brekku, Bankastræti 2
Kl. 17:00 – 19:00

Dagskrá:

Kynjaskipt fræðsla um nauðganir
Fyrirlesarar eru Jón Ólafur Ólafsson og S. Rut Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðinemar. Í þessu erindi fjalla þau um verkefni sem þau unnu í Heilsugæslu samfélagsins en þar fóru þau með kynskipta fræðslu um nauðganir fyrir grunnskólanemendur í 10. bekk.

Hvað er transgender?
Fyrirlesari er Anna Jonna Ármansdóttir og ræðir hún um málefni transgender fólks hér á landi. Í erindi sínu kynnir hún sögu trans hugtaksins frá lækninum og kynfræðingnum Magnus Hirschfeldt á þriðja áratug seinustu aldar, um leiðréttingar á kyni á hvítvoðungum án vitundar eða samþykkis foreldra, eins og þær voru gerðar um miðja seinustu öld og hinsvegar á fullorðnum með þeirra samþykki, og þá siðfræði sem var tengd þessu, og síðan nútímann þar sem það að vera trans er að verða kynpólítískt statement.

Kynlíf er ekkert grín! Kynfræðsla sem mæður veita unglingum
Fyrirlesari Sigurlaug Hauksdóttir, félagsráðgjafi með MA í uppeldis- og menntunarfræði ræðir um MA verkefni sitt sem er byggt á eigindlegum viðtölum við mæður unglinga. Í þessu erindi fjallar hún um viðhorf mæðra til kynfræðslu 15 og 16 ára barna.

Fundarstjóri er Ingólfur V. Gíslason
Fundurinn er öllum opinn!

-Stjórn FKB

Leave a Reply