Skip to main content
Fréttir

Fræðslustjóri hættir

Í ljósi verulegs samdráttar í tekjum félagsins á þessu ári í kjölfar efnahagsþrenginganna hefur stjórn Samtakanna ’78 gripið til þess ráðs að segja fræðslustjóra upp störfum. Uppsögnin tók gildi þann 30. apríl sl. Mestu ræður verulegur samdráttur í styrkveitingu hins opinbera en einnig fyrirsjáanlegur tekjusamdráttur á þessu ári og því næsta samhliða almennum kostnaðarhækkunum. 
 
Fjárhagslegt sjálfstæði er forsenda þess að Samtökin ’78 geti sinnt þjónustu við félagsmenn og öðrum þeim skyldum sem til hefur verið efnt. Það var því ákvörðun stjórnar að grípa til aðgerða sem tryggja að fjárhagslegri stöðu félagsins sé ekki stefnt í voða. Það er miður að slíkt feli í sér uppsögn fræðslustjóra. 
 
Markmið stjórnar Samtakanna ’78 er alltaf að tryggja fjárhagslega stöðu félagsins en um leið að halda úti öflugri þjónustu við félagsmenn og mæta eftirspurn eftir fræðslu og ráðgjöf eftir bestu getu. Það er von okkar að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til tryggi stöðu félagsins til lengri tíma. Um leið er það markmið stjórnar að Samtökin ’78 geti áfram  tekist á við þau fjölmörgu verkefni sem framundan eru þó það kalli e.t.v. á áherslubreytingar eða leita þurfi nýrra leiða til að þeim markmiðum verði náð.

Leave a Reply