Skip to main content
Fréttir

Framboð til stjórnar 2016-2017

By 27. febrúar, 2016No Comments

Eftirfarandi gefa kost á sér í stjórn Samtakanna ´78 félagsárið 2016-2017. Kosið verður á aðalfundi þann 5. mars kl. 14.

Formaður:

Varaformaður:

RItari:

Gjaldkeri:

Alþjóðafulltrúi:

Tvö embætti meðstjórnenda:

 

Formaður

Eitt embætti – tvö framboð: Hilmar Hildar Magnúsarson og Guðmunda Smári Dísuson Veigarsdóttir.

Guðmunda Smári Dísuson Veigarsdóttir

Guðmunda Smári Dísuson Veigarsdóttir

1.1  Nafn og aldur:

Guðmunda Smári Dísuson Veigarsdóttir. Kallað Guðmunda, nota fornafnið héð og kynhlutlaust mál um sjálft mig.

1.2 Menntun og starf:

Ég er vaktsjóri og kokkur á Kringlukránni í fullri vinnu, ásamt því að sinna öðrum tilfallandi hlutastörfum og verkefnum.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Ég hef verið mikið á ferðalögum undanfarin ár og ýmsar breytingar hafa orðið á mínu lífi. Núna er hins vegar planið að róa mig aðeins og vera á landinu næstu ár og því vil ég bjóða mig fram til formanns Samtakanna ‘78 núna meðan tækifærið gefst.

Ég er eitt í heimili í Hafnarfirði en ég flutti þangað til að geta verið nær móður minni og litlu systir sem búa þar.

Ég hef starfað á Kringlukránni í meira en 9 ár og þar af 5 ár sem vaktstjóri. Samhliða því hef ég unnið með og fyrir Samtökin ‘78 ásamt því að hafa verið formanneskja Q félagi hinsegin stúdenta, setið í stjórn ANSO Association of Nordic and Pol-Balt LGBTQ Student Organizations, farið með hóp ungs hinsegin fólks í sumarbúðir Lambda í Þýskalandi, haldið alþjóðlegar sumarbúðir fyrir 70 hinsegin ungmenni á Íslandi, leitt fræðslunefnd Hinsegin daga, unnið með sérfræðihópi barna um trans málefni, stofnað til fræðslumálþingsins Nú skal hinsegja, staðið fyrir hinsegin fræðslu, málþingum, vinnustofum og mótmælum, farið á ráðstefnur, málþing og vinnustofur um hinsegin málefni ásamt fleiru tengt hinsegin aktívisma.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Ég hef starfað með og fyrir Samtökin síðan 2007. Ég byrjaði sem þátttakandi í jafningjafræðslu og var hátt í 6 ár mjög virkur þátttakandi þar. Ég var leiðtogi ungliðahreyfingar Samtakanna í rúmlega 2 ár. Ég hef tekið þátt í almennu félagsstarfi, meðal annars sem sjálfboðaliði á böllum, bingói og fleiri viðburðum. Síðustu ár hef ég aðallega starfað í umsjónarteymi fyrir ungliða Samtakanna.

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?

Mér finnst Samtökin hafa verið að rísa upp úr erfiðri lægð undanfarið og það er margt spennandi framundan. Mér finnst núverandi stjórn hafa staðið sig vel í mörgum málum, þó að það mætti alveg hafa verið meira að gerast. Mér finnst Auður framkvæmdastýra hafa verið góð innspýting og haft mjög jákvæð áhrif á starfið. Húsnæðið hefur verið í vinnslu rosalega lengi og það þarf að fara klára þau mál, því að mínu mati er það enn ófullnægjandi.

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)

Eitt það fyrsta sem ég myndi gera er að klára húsnæðið þannig að það myndi nýtast í því fjölbreytta starfi sem þar á að fara fram.

Ég vil setja á fót fjölmiðlanefnd sem hefði það hlutverk að vera andlit Samtakanna ‘78. Í henni myndi vera fólk með mismunandi kyntjáningu og mismunandi hinsegin bakgrunn þannig að Samtökin hefðu sem fjölbreyttasta ásýnd út á við.

Ég vil reyna að vinna áfram að því að fá meira fjármagn inn í starfið og stefna að því að fjölga stöðugildum.

Einnig finnst mér mikilvægt að koma á fót verkferlum sem hægt er að grípa til ef upp koma mál líkt og kynferðisleg áreitni, einelti eða kvartanir hvað varðar störf sjálfboðaliða og starfsfólks Samtakanna.

Ég myndi einnig vilja koma af stað frekari fræðslu og námskeiðum um hinsegin m&aacu
te;lefni fyrir skólakerfið, heilbrigðiskerfið og vinnumarkaðinn almennt.

Ég vil búa betur um fyrir hagsmunafélögin þannig að húsnæði Samtakanna og önnur úrræði þeirra nýtist félögunum betur.

Ég vil einnig að rödd þeirra mest jaðarsettu fái meira vægi í starfi Samtakanna ‘78 og halda áfram að vinna gegn ójöfnuði og misrétti sem félagsfólk verður fyrir, bæði í lögum, réttarkerfinu og í samfélaginu. Meðal þeirra mála sem þarf að taka á eru: Ættleiðingar samkynja para, óþarfar aðgerðir á intersex börnum, biðlistar trans barna inn á BUGL, verndun á misrétti í stjórnarskrá Íslands, trans löggjöfin í heild sinni, vanlíðan ungra tvíkynhneigrða stúlkna, ósýnileiki tvíkynhneigðra, pankynhneigðra og asexual fólks, sjúkdómsvæðingu BDSM-hneigðar, búa þarf til vettvang fyrir eldra hinsegin fólk, aðgengi að kynlausri salernis- og sturtuaðstöðu og svo framvegis.

 

Hilmar Hildar Magnúsarson

Hilmar Hildar Magnúsarson

1.1

Nafn og aldur:

Hilmar Hildar Magnúsarson, 39 ára.

1.2 Menntun og starf:

Alþjóðastjórnmálafræðingur. Alþjóðafulltrúi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í Reykjavík.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Ég er 39 ára hommi og bý í miðborg Reykjavíkur en er fæddur á Ísafirði og bjó þar til rúmlega tvítugs. Ég á tæplega þriggja ára son með tveimur vinkonum og veit fátt betra en að eyða tíma með honum, fjölskyldunni og vinum. Ég hef MA gráðu í alþjóðasamskiptum og BA gráðu í arkitektúr.

Ég hef víðtæka reynslu af vinnumarkaði og hef gegnt fjölbreyttum störfum í gegnum tíðina, allt  frá fiskvinnslu til næturvörslu á hótelum. Ég starfaði á arkitektastofum um árabil en hef einnig unnið sem sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Ég gegni nú stöðu alþjóðafulltrúa á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í Reykjavík.

Ég hef langa reynslu af félagsstörfum og þá sérstaklega á vettvangi hinsegin málefna. Auk þess að vera félagi í Samtökunum 78 er ég félagi Amnesty International, Rauða krossinum og Landvernd. Þá var ég um tíma virkur félagi í Samfylkingunni. Vorið 1996 stofnaði ég, ásamt fleiru ungu fólk, Funklistann á Ísafirði sem við buðum fram til bæjarstjórnar og tók ég í kjölfarið sæti í bæjarstjórn og bæjarráði.

Ég reyni að hreyfa mig sem mest til að viðhalda heilsunni og elska tónlist, aðrar listir, leikhús og bækur, mat og bara menningu yfir höfuð.  Ég sökkvi mér líka reglulega í gott sjónvarpsefni og er er búinn að kaupa mér áskrift af Netflix.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Ég tók fyrst þátt í hinsegin hreyfingunni um 1999 og hef  t.d. tekið þátt í nánast öllum Pride hátíðum í Reykjavík síðan. Þá sat ég í stjórn Samtakanna 78 frá 2007-10, fyrst sem meðstjórnandi og síðar sem ritari. Á þessum árum tók ég þátt í að leiða Verndarvættina, samstarf samtakanna og Amnesty International. Frá 2011 til 2014 gegndi ég starfi alþjóðafulltrúa félagsins í umboði stjórna og tók virkan þátt í alþjóðastarfi fyrir hönd félagsins, sérstaklega á vettvangi Evrópusamvinnu. Ég hef einnig starfað innan annarra félaga hinsegin hreyfingarinnar og má þar nefna Íþróttafélagið Styrmi og Hinsegin kórinn en ég er einn af stofnfélögum hans.

2. Spurningar fyrir frambjóðendur í stjórn

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?

Ég hef nú leitt Samtökin '78 í gegnum mikla umbreytingartíma undanfarin tvö ár og hef þar átt frumkvæði að ýmsu. Ég nefni umfangsmikla uppstokkun í starfsemi og starfsmannahaldi, mikla áherslu á að styrkja innviði og tekjugrunn félagsins, aukna áherslu á fagleg vinnubrögð, ráðningu nýrrar framkvæmdastýru og opnun nýs húsnæðis að Suðurgötu 3. Ég tel þessar breytingar hafa verið mjög nauðsynlegar til að efla traust fólks á félaginu – bæði inn á við sem út á við – og þannig efla það sem trúverðuga rödd í samfélagsumræðunni og sem skjól fyrir hinsegin fólk. Ég er fullviss um að breytingarnar séu mikilvægur og traustur grunnur að byggja á og muni reynast félaginu vel til langframa. Að með þeim hafi verið sköpuð ótal tækifæri til enn frekari sóknar.

Staða félagsins er góð og mikill gangur í starfinu. Allar kennitölur í rekstrinum benda í eina og jákvæða átt – upp á við. Fjármálin eru mjög heilbrigð og styrkari stoðum verið rennt undir reksturinn, m.a. með stærri og fleiri þjónustusamningum við sveitarfélög, styrkjasókn og endurskoðun á verðskrá vegna fræðslu. Þá hafa orðið til stórauknir tekjumöguleikar af útleigu húsnæðis með nýju rými. Félagsfólki fjölgar, viðburðir hafa veri&eth
; gríðarmargir, fjölbreyttir og vel sóttir, fræðslan hefur aldrei verið öflugri og ráðgjöfin hefur hvorki meira né minna en tvöfaldast milli ára. Þá hefur ungliðastarfið verið öflugt. Á næsta ári stefni ég að því að efla enn frekar ungliðastarf og fræðslu, með ráðningu fleiri starfskrafta og/eða samvinnu við opinbera aðila, s.s. sveitarfélög og ríki. Þá hyggst ég leggja áfram áherslu á fagmennsku í starfi og reyna að umbuna starfsfólki og sjálfboðaliðum sem mest.

Ég mun áfram leggja áherslu á að veita félagsfólki sem stærsta hlutdeild í starfinu. Ég tel það hafa heppnast ágætlega hingað til og dæmi það af fjölda sjálfsprottinna viðburða og verkefna, og þeim fjölda sjálfboðaliða sem hafa tekið að sér að sjá um þá. Félagsfólkið er okkar helsti auður. Hann er ég gríðarlega þakklátur fyrir og vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að hlúa að honum og efla.

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)

Samtökin ‘78 eiga áfram að vera sýnilegt og kröftugt baráttuafl fyrir réttindum, menningu og frelsi hinsegin fólks til að njóta lífsins á eigin forsendum – innan lands sem utan. Samtökin eru mikilvæg rödd, baráttutæki og þjónustustofnun. Þessi kjarnahlutverk vil ég áfram efla og áfram takast á við verkefnin með opinni og gagnrýnni umræðu, sýnileika og samstarfsvilja. Ég vil áfram hlúa að öllu félagsfólki og nálgast mál af nærgætni og virðingu og bjóða þannig allt hinsegin fólk velkomið á vettvang.

Eins og fram hefur komið hefur áhersla síðustu tveggja ára að mestu verið á tiltekt í starfseminni og uppbyggingu félagsstarfs. Með nýrri framkvæmdastýru, og vonandi fleiri starfskröftum til að sinna daglegum rekstri, hyggst ég einbeita mér enn frekar að því sem ég tel formennsku í félagi eiga fyrst og fremst að snúast um – nefnilega því að vinna að hugsjónum, marka stefnu og móta áherslur og gera grein fyrir þessum atriðum í ræðu og riti. Auka sýnileikann með enn virkari þátttöku í samfélagsumræðunni, bæði á vettvangi fjölmiðla og í eigin útgáfu. Þetta á ekki síst vel við nú í aðdraganda fertugsafmælis samtakanna sem verður haldið með pompi og prakt eftir tvö ár – vonandi með útgáfu sem gerir sögu félagsins góð skil.

 

Varaformaður

Eitt embætti, þrjú framboð: Ásthildur Gunnarsdóttir, María Helga Guðmundsdóttir og Alexander Björn Gunnarsson.

Alexander Björn Gunnarsson

Alexander Björn Gunnarsson

1.1  Nafn og aldur:

Alexander Björn Gunnarsson, 27 ára.

1.2  Menntun og starf:

Ég er með BS gráðu í Jarðfræði og er á milli starfa eins og er. Ég stefni svo á að fara í diplómanám í hagnýtri jafnréttisfræði í haust í HÍ.

1.3  Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Ég er trans maður og hef verið í kynleiðréttingarferli í eitt og hálft ár. Ég er í fjölásta (e. Polyamorous) sambandi og er barnlaus. Af vinnumarkaðinum hef ég mesta reynslu í afgreiðslu og þjónustustörfum. Ég sit núna í stjórn Trans Ísland sem stjórnarmeðlimur.

1.4  Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Ég hef síðastliðið ár setið í trúnaðarráði fyrir hönd Trans Ísland og einnig komið að ýmsum verkefnum í gegnum Trans Ísland.

2. Spurningar fyrir frambjóðendur í stjórn

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?:

Það sem stendur mest upp úr er lögsóknin vegna hatursorðræðu og flutningur í nýtt húsnæði, einnig nýjir samningar um fræðslu í grunnskólum. Það virðist allt hafa farnast mjög vel. Félagsstarfið og ráðgjöfin hefur blómstrað í nýju húsnæði.

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis):

Með aukinni þekkingu og umræðu í samfélaginu um fjölbreytileika kynhneigðar, kynvitundar og annarra þátta verður líklega meiri þörf en áður á ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandanda þeirra, sem og ráðgjöf og fræðslu til almennings, fagfólks og stofnanna.

Einnig verður meiri þörf fyrir öruggt rými þar sem fólk fær að vera það sjálft. Ég vil hjálpa til við að skapa þann vettvang og þekking mín og reynsla á málefnum trans fólks mun nýtast við það.

2.3 Annað sem þú vilt koma á framfæri?:

Ég er metnaðarfullur og hef mikinn áhuga á aktívisma, femínisma og hagmsunabaráttu. Ég vil því gjarnan fá tæk
ifæri til að starfa með stjórn Samtakanna ´78.

 

Ásthildur Gunnarsdóttir

Ásthildur Gunnarsdóttir

1.1  Nafn og aldur:

Ásthildur Gunnarsdóttir, 31 árs

1.2  Menntun og starf:

Ég er menntaður stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og lagði einnig stund á meistaranám í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum í Copenhagen Business School. Í dag starfa ég hjá Viðskiptaráði Íslands og hef umsjón með samskipta- og útgáfumálum ráðsins.

1.3  Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram).

Reynsla mín af vinnumarkaði er einstaklega fjölbreytt en ég hef m.a. starfað á viðskiptasviði Utanríkisráðuneytisins, í fjármálageiranum, við fimleikaþjálfun og sem leikari í Götuleikhúsinu. Ég tel mig geta nýtt þá þekkingu sem ég hef aflað í þágu Samtakanna þar sem ég hef mikla reynslu af miðlun, gerð kynningarefnis og samskiptum við fjölmiðla.

Ég hef ávallt verið mjög virk í félagsstörfum og þá sérstaklega í tengslum við íþróttaiðkun mína, en þess má geta að ég hef verið leikmaður í kvennalandsliði Íslands í blaki frá árinu 2008, og hef því einstaklega mikið baráttuþrek. 

1.4  Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Ég kynntist Samtökunum´78 fyrst af alvöru sumarið 2012 þegar ég byrjaði að syngja með Hinsegin kórnum og hef allar götur síðan verið meðlimur í Samtökunum. Sumarið 2013 fékk þáverandi formaður, Anna Pála Sverrisdóttir, mig í lið með sér og fleirum til að sækja um þróunarstyrk hjá ÞSSÍ til að aðstoða félaga okkar í Úganda við gerð fræðsluefnis. Í tengslum við þetta fór af stað átak til að sporna við þeirri þróun sem varð þar í landi og magnaðist upp í kjölfar lagasetningar sem gerði samkynhneigð refsiverða. Liður í átakinu voru styrktartónleikar sem haldnir voru í Hörpu og hefur þeim fjármunum sem söfnuðust verið komið í réttar hendur úti í Úganda.

2. Spurningar fyrir frambjóðendur í stjórn

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?

Ég tel Samtökin´78 hafa unnið mjög gott starf á undanförnum misserum. Það er gott að sjá hversu fjölþætt starf Samtakanna er orðið og ég fagna aukinn áherslu á vinnu við málefni hinsegin hælisleitenda, svo dæmi sé nefnt. Það er brýnt og þarft að vinna með stjórnvöldum að því að styrkja stöðu þeirra og stuðla að réttlátri málsmeðferð. Samtökin hafa gert vel í þessum málaflokki og ég myndi vilja halda áfram að leggja áherslu á hann í störfum stjórnar á komandi starfsári.

Alþjóðasamstarf og áhersla á alþjóðleg verkefni hefur verið áberandi og haft í för með sér jákvæða umfjöllun á hinum ýmsu miðlum um starf Samtakanna. Fjölsóttir styrktartónleikar í tengslum við áðurnefnt Úganda-verkefni sýndi það og sannaði hverju hægt er að áorka með samstilltu átaki. Sömu sögu er að segja af Samtakamættinum, þjóðfundi hinsegin fólks, sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 2013. Viðburðir af þessu tagi eru mikilvægir og styrkja starfsemina til framtíðar.

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)

Í mínum huga eiga Samtökin´78 að vera vettvangur fyrir alla hinsegin einstaklinga og sú þróun hefur verið að þokast í rétta átt. Þó eru enn sóknarfæri á því sviði og hljóti ég kjör mun ég leggja áherslu á að fjölga félögum í Samtökunum. Til þess að svo megi verða tel ég mikilvægt að auka samtal við hinsegin samfélagið og vekja athygli á starfi félagsins og mikilvægi stuðnings þess við starf Samtakanna. Það er mikilvægt að félagagrunnurinn sé öflugur og endurspegli alla hinsegin flóruna.

Þrátt fyrir að við höfum náð að mikill árangur hafi náðst eru enn til staðar sterkar bæði innan og utan hinsegin samfélagsins og ég vil leggja áherslu á að hinsegin fólk er „alls konar“. Enn eru vissal staðalímyndir til staðar og því mikilvægt að halda áfram að vinna gegn þeim.

Þessu til viðbótar myndi ég vilja skapa samskiptavettvang fyrir einstaklinga sem að hafa komið út úr skápnum eftir ca. 25-30 ára aldur. Sterkur ungliðahópur er starfandi innan Samtaka og starf Q – Félags hinsegin stúdenta er einnig öflugt. Hins vegar eru mörg dæmi þess að einstaklingar upplifi ákveðna félagslega einangrun við það að koma út úr skápnum eftir að unglings- og/eða námsárunum lýkur, hafi þeir ekki fyrirfram tengsl við hinsegin samfélagið. Þegar ég var sjálf að velta fyrir mér mögulegri tvíkynhneigð var ég ákaflega þakklá
t fyrir viðburði sem gengu undir nafninu „Brjótum ísinn“ sem veittu tækifæri til tengslamyndunar. Ég myndi vilja leggja áherslu á að sem flestir geti fundið sér einhvers konar tengslavettvang og styðja við þá aðila sem hafa áhuga á að standa að slíkum viðburðum og einnig stuðla að því sjálf að svo verði.

2.3 Annað sem þú vilt koma á framfæri?

Í augum margra er ég ef til vill óþekkt andlit en ég tel það mér til tekna að koma tiltölulega ný inn í starf Samtakanna´78. Ég tel mig hafa margt til brunns að bera til að verða öflugur fulltrúi Samtakanna bæði út á við og inn á við og óska eftir því einlæglega eftir kjöri í embætti varaformanns.

 

María Helga Guðmundsdóttir

1.1  Nafn og aldur:

María Helga Guðmundsdóttir, 28 ára

1.2  Menntun og starf:

Stúdentspróf frá MH (2005), bachelorsgráður í jarðfræði og þýskum bókmenntum (2010) og masterspróf í jarðfræði (2013) frá Stanfordháskóla. Sjálfstætt starfandi þýðandi og karatekennari.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)

Ég er einhleyp og barnlaus en í óstaðfestri sambúð við Karatefélagið Þórshamar mitt, sem ég sæki heim flest kvöld. Ég er formaður og kennslustjóri téðs karatefélags og keppi fyrir hönd þess og íslenska landsliðsins. Auk þess er ég stofnfélagi og fráfarandi formaður Gettu betur-stelpna, félags sem stóð að samnefndum æfingabúðum síðastliðin tvö ár. Ég hef reynslu af ýmiss konar verkefnastjórn, t.d. við skipulag á alþjóðlegri tónlistarakademíu og jarðfræðileiðöngrum um Ísland og Himalajafjöllin. Ég hef einnig talsverða reynslu af ýmiss konar kennslu og námsefnisgerð, allt frá barnakennslu í íþróttum til raungreinakennslu á háskólastigi. 

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78: 

Undanfarin ár hef ég komið að störfum Samtakanna ’78 sem allrahanda sjálfboðaliði með áherslu á verkefni sem tengjast þýðingum, textagerð og mótun hinsegin orðræðu, auk inngripa í bingófjármögnun, gólfdúkasköfun, kakósölu og fleira skemmtilegt. Ég sat í dómnefnd Hýryrða 2015 og hef auk þess unnið að þýðingum fyrir Intersex Ísland.

2. Spurningar fyrir frambjóðendur í stjórn

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?

Að mínu mati hafa Samtökin ’78 verið á góðri braut undanfarin ár. Fjölbreytileiki innan félagsins hefur farið vaxandi og áherslan á réttindabaráttu trans og intersex fólks er mjög jákvæð.

Þátttaka Samtakanna í opinberri umræðu, m.a. um hatursorðræðu og málefni hælisleitendenda, hefur verið áberandi og einkennst af festu sem ég tel vera þarfan þátt í baráttu félagsins. Meðvitund í samfélaginu um hinsegin málefni hefur aukist mikið og þar á jafningjafræðslan líka stóran þátt. 

Gaman hefur verið að sjá félagsstarfið blómstra í langþráðu nýju húsnæði; verkefni eins og Hýryrði og Gallerí ’78 eru til marks um það. 

Það verður spennandi að sjá hvað fleira kemur til sögunnar á næstu árum.

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis) 

Á næstu árum tel ég brýnt að halda áfram baráttunni fyrir réttindum trans og intersex fólks í heilbrigðiskerfinu og koma þeim málum í samt lag. Það sama má segja um málefni hinsegin hælisleitenda, enda hafa undanfarnar vikur sýnt hve miklu er ábótavant þar. Ég hef einnig mikinn áhuga á því að auka drægi hinseginfræðslu, t.d. með því að þróa sérstaka fræðslupakka fyrir íþróttafélög og vinnustaði og koma fræðslu að hjá lögreglu, heilbrigðisstofnunum, Útlendingastofnun og víðar hjá hinu opinbera. Allt eru þetta viðfangsefni þar sem gott skipulag og vönduð samskipti í ræðu og riti eru lykilatriði, en það eru mín helstu kunnáttusvið. 

Að lokum tel ég nauðsynlegt að fjölga félögum í Samtökunum ’78 með reglulegum auglýsingahrinum og nýtingu á tengslaneti félagsfólks.

2.3 Annað sem þú vilt koma á framfæri? 

Mannréttindabarátta hinsegin fólks og samþætting hennar við baráttu annarra jaðarsettra hópa stendur mér afar nærri. Mikilvægi réttindabaráttunnar varð mér ekki síst ljós eftir að hafa verið í leyndri sambúð á erlendri grund þar sem hinsegin fólk sætir útskúfun og ofsóknum. Sú reynsla kenndi mér að meta það dýrmæta starf sem unnið hefur verið hér á Íslandi og mikilvægi þess að halda baráttunni þrotlaust áfram.

 

Rit
ari:

 Júlía Margrét Einarsdóttir

Júlía Margrét Einarsdóttir

 

1.1 Nafn og aldur: 
Júlía Margrét Einarsdóttir fædd 1987

1.2 Menntun og starf: 
Ég er skáld og miðasölukona í Þjóðleikhúsinu með bachelor-gráðu í Heimspeki og mastersgráðu í ritlist

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Ég á tvo ketti sem ég elska meira en allt fólk, hef unnið mest í umönnunarstörfum en líka sem blaðamaður, kaffibarþjónn og miðasölukona. Mér finnst samt skemmtilegast að skrifa og læra.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78: Ég er sitjandi ritari í samtökunum og vil mjög gjarnan halda áfram. Ég var upphaflega meðlimur í trúnaðarráði en tók við ritarasæti snemma á starfsárinu og fann mig mjög vel þar.

2. Spurningar fyrir frambjóðendur í stjórn

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?

Að mínu mati hefur starfið verið mjög öflugt í ár og samvinna og samsláttur í stjórninni góður. Við fögnuðum því happi að fá nýja framkvæmdastýru til liðs við okkur og svo loksins eins og við vitum gátum við opnað þetta frábæra húsnæði sem við erum í núna. Efst á baugi í mínum huga eftir starfsárið er auðvitað kærumálið mikla og húsnæðisopnunin. Við höfum látið okkur málefni hinsegin hælisleitenda varða og beitt okkur fyrir þeirra réttlæti. Svo hafa verið haldin frábærlega vel lukkuð opin hús og ég á von á því að starfsemi hússins muni halda áfram að blómstra og stuðið muni aukast enn meira á komandi starfsári.

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)

Ég vil halda ótrauð áfram góðu starfi síðasta starfsárs, halda áfram að sigla stolt undir Samtaka-regnhlífinni okkar og að vera öflugur vettvangur fyrir hinsegin fólk á landinu, jafnt sem Íslendinga og bjóða erlenda ríkisborgara sem dvelja á landinu velkomin. 
Við þurfum að hlúa að hinsegin fólki sem búa ekki við réttlæti og þá sem sem berjast við fordóma. Við þurfum að vera vettvangur fyrir fólk til að hittast og kynnast og finna þá samheldni sem finna má í okkar hópi. Við þurfum að halda því áfram að halda partý og aðra viðburði svo við getum hist og glaðst saman. Við þurfum að halda áfram að fokka á fordóma, fokka á hatursorðræðu, fokka á útlendingastofnun og feðraveldið.

2.3 Annað sem þú vilt koma á framfæri?

Áfram allskonar!

 

Gjaldkeri:

Heiður Friðbjörnsdóttir

Heiður Friðbjörnsdóttir

 

1.1 Nafn og aldur: 
Ég heiti Heiður Friðbjörnsdóttir og er 28 ára gömul.

1.2  Menntun og starf: 

Ég er viðskiptafræðingur að mennt, með MBA gráðu og próf í verðbréfaviðskiptum.

1.3  Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Ég er gift og á tvo syni en við fjölskyldan búum í Hafnarfirði. Ég starfa í dag sem viðskiptastjóri hjá Arion banka, en hjá bankanum hef ég verið með hléum frá árinu 2007. Ég hef alla tíð verið virk í félagsstörfum og reynt að láta gott af mér leiða, í dag sit ég m.a. í stjórn Golfklúbbs Suðurnesja þar sem ég á jafnframt sæti í fjárhagsnefnd.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Ég hef hingað til staðið á hliðarlínunni þegar kemur að Samtökunum ’78. Ég er þakklát fyrir það starf sem unnið hefur verið fyrir mig og mína og nú er kominn tími fyrir mig að gefa tilbaka með því að gera það sem ég geri best – hugsa um fjármálin.

2. Spurningar fyrir frambjóðendur í stjórn

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?
2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)

Samtökin ’78 hafa verið öflug og sýnileg og okkar baráttuafl. Barist hefur verið ötullega fyrir því að allir njóti fyllstu réttinda í samfélagi okkar en réttindamálum hinsegin fólks þurfum við þó stöðugt að viðhalda. Fræðslu- og ráðgjafarstörf eru mér hugleikin en ég veit að &aacut
e; þessu sviði hefur gott fólk unnið frábært starf. Ég þekki það þó af eigin raun sem foreldri barna í leik- og grunnskóla hve mikið verk er óunnið. Þetta er verkefni sem krefst sífelldrar vinnu og ég legg mikla áherslu á að haldið verði áfram með. Einnig stendur staða hinsegin fólks innan íþróttahreyfingarinnar mér nærri, þar er ennþá mikil þörf á að eyða staðalímyndum og fordómum.

 

Alþjóðafulltrúi:

Kitty Anderson

Kitty Anderson

1.1  Nafn og aldur: 

Ég heiti Kitty Anderson og er 34 ára.

1.3  Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Ég fæddist í Reykjavík, ólst upp í Skotlandi og á Egilsstöðum en bý í Reykjavík með manni og stjúpsyni og gegni þjónustuhlutverki við kettina tvo sem eiga heimilið.
Ég er einn af stofnendum Intersex Íslands og hef gegnt formennsku félagsins frá stofnun þess árið 2014.

Síðastlðið ár hef ég gegnt stöðu meðstjórnanda Samtakanna ´78 og sit í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands fyrir hönd Samtakanna ´78  og hef komið að starfi teymi Samtakanna ´78 um málefni hælisleitanda og flóttamanna.

Í september 2015 var ég kosin ritari framkvæmdastjórnar Organisation Intersex International Europe e.V (OII Europe) og sinni þar ýmsum trúnaðarstörfum í þágu evrópsku intersex hreyfingarinnar. Fram að því sat ég í stjórn félagsins frá haustinu 2014.

Síðastliðin ár hef ég myndað sterk tengsl við hinsegin félög víða um Evrópu. Ég hef meðal annars sótt árlega ráðstefnu ILGA-Europe og vinnustofur um "Common frames and values" og "Organisational structuring and development" á þeirra vegum.
Ég hef einnig myndað óformlegri tengsl við stjórnarmeðlimi hinsegin félaga marga Evrópulanda.

Á síðastliðnu ári sótti ég fundi með mannréttindafulltrúa Evrópuráðssins, SOGIESC deild Evrópuráðsins, þingmönnum evrópuþingsins og sérstökum erindreka utanríkisráðuneyti bandaríkjanna um málefni hinsegin fólks og hef myndað tengsl við þessar stofnanir.

Ég hef setið í stjórn Karatefélagsins Þórshamars frá árinu 2011, og hef þar gegnt hlutverki bæði gjaldkera og ritara.  Á árunum 2006-2008 gegndi ég hlutverkum félagslegs trúnaðarmanns og öryggistrúnaðarmanns á vinnustöðum.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Á síðastliðnu ári hef ég sem stjórnarmaður gegnt hefbudnum stjórnarstörfum innan Samtakanna 78.
Ég vann einnig að loka hluta “Ég er ég” verkefnisins ásamt því að sjá um eftirfylgd með því máli þar til nýr framkvæmdastjóri hóf störf.
Ég kom að vinnslu gagna fyrir kærur sem Samtökin ´78 lögðu fram í apríl á síðastliðnu ári og sótti ásamt framkvæmdastjóra fund með lögregluembættinu til þess að koma á samstarfi við embættið.
Ég hef einnig komið að starfi Samtakanna ´78 að málefnum flóttafólks og hælisleitenda og hef sótt fundi með bæði Rauða krossi Íslands og Útlendingastofnun til að koma á samstarfi við þessar stofnanir.

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?

Tel ég stöðu Samtakanna ´78 í dag nokkuð góða en þó fjársvelta. Með nýju húsnæði hefur félagsstarfsemi aukist og mikil ásókn hefur verið í hina ýmsu og fjölbreyttu viðburði sem félagsmenn og hagsmunafélög hafa staðið fyrir.  Aukin og jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hefur skilað sér í aukinni samfélagsumræðu um mikilvægi hinsegin malefna. Aukning hefur orðið á eftirspurn eftir grunnskólafræðslu, ásókn í ráðgjöf er mikil og bætt hefur verið við lögfræðiráðgjöf.
Með auknum umsvifum félagsins er ljóst að félagið þarf á meira en einu stöðugildi að halda og eitt af mikilvægari verkefnum komandi árs verður að tryggja félaginu aukið fjármagn til þess að efla þá þjónustu sem félagið getur veitt félagsmönnum og eins til að auka stórlega hinsegin fræðslu til samfélagsins alls.

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)

Tel ég að auka þurfi hinsegin fræðslu all verulega. Fræðslan sem félagið veitir til efsta stigs grunnskóla og framhaldskóla er mjög góð en heildræn hinsegin fræðsla ætti að ná yfir öll skólastig. Einnig þarf að hefja skipulega fræðslu til hinna ýmsu embætta og stofnanna. Til dæmis lögreglu, heilbrigðiskerfisins, og til ýmsra félagasamtaka sem koma að málefnum sem geta tengst inn á hinsegin málefni.
Ef staða Ísland er skoðuð á ILGA Europe kortinu má glöggt sjá að ýmislegt vantar upp á til þess að fullt jafnrétti og lagalega vernd sé hér að finna. Miklar réttarbætur þarf að gera í málefnum Trans og Intersex fól
ks, samkynja mæður mæta hindrunum við barnseignir og gangskör þarf að gera í ættleiðingarmálum hinsegin fólks. Engar stefnur eða áætlanir hafa verið markaðar í málefnum er snerta jafnrétti og mismunun hinsegin fólks, né til að glíma við hatursorðræðu sem hinsegin fólk sætir, hjá stjórnvöldum. Engin formleg stefna ríkir hér gagnvart hinsegin hælisleitendum sem tekur tillit til þeirra viðkvæmu stöðu. Tel ég Samtökin ´78 þurfa beita sér í þessum málum á komandi árum og vil ég gjarnan taka þátt í því starfi.
Aukin tengsl við hinsegin félög og stofnanir sem koma að hinsegin málum víða um Evrópu tel ég styrkja starfsemi félagsins. Þessháttar tengsl auðvelda okkur að sækja þekkingu og samstarf útum alla Evrópu og jafnvel víðar. Ég vil gjarna leita eftir umboði Samtakanna ´78 til þess að nýta það tenglsnet sem ég hef þegar myndað til að styrkja stöðu alþjóðastarfs samtakanna og byggja upp samstarfsverkefni við önnur hinsegin félög í Evrópu.

2.3 Annað sem þú vilt koma á framfæri?

Ég hef brennandi áhuga á mannréttindum almennt en þá sérstaklega hjá þeim hópum sem búa við flókna skörun mannréttindabrota. Helstu áhugasvið eru þó mannrréttindamál hinsegin fólks og hælisleitenda. Ásamt því að sinna hlutverki alþjóðafulltrúa hef ég mikinn áhuga á að byggja upp og þróa starf samtakanna í þágu hinsegin hælisleitenda og flóttamanna.

 

Meðstjórnendur

Tvö embætti, fjögur framboð: Unnsteinn Jóhannsson, Hjalti Vigfússon, Sólveig Rós, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir:

 

Hjalti

Hjalti Vigfússon

1.1 Nafn og aldur:

Ég heiti Hjalti Vigfússon og er 23 ára

1.2 Menntun og starf:

Ég stunda nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og starfa samhliða sem þjónustufulltrúi í gæðadeild LYFIS. Einnig er ég einn forsvarsmanna og skipuleggjenda Druslugöngunnar og hef verið síðastliðin 3 ár, og sit sem varamaður í stjórn félagsins Ísland – Palestína. 

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Ég hef verið virkur í hagsmunabaráttu stúdenta og framhaldsskólanema undanfarin ár. Ég sat sem varamaður í Stúdentaráði Háskóla Íslands 2014-2015 og var þá meðlimur í Jafnréttisnefnd Háskólans fyrir hönd stúdenta og sat í Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs. Ég var forseti Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð, varaformaður Sambands Íslenskra framhaldsskólanema og ritstjóri framhaldskólablaðsins 2012-2013 og hef því viðtæka reynslu af rekstri ýmiskonar félaga- og hagsmunasamtaka að Druslugöngunni ótalinni, sem hefur kannski gefið mér hvað mest. Einnig hef ég komið víða við á atvinnumarkaðnum og starfað sem stuðningsfulltrúi og sem aðstoðarmaður á kaffihúsinu GÆS, svo eitthvað sé nefnt.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Þrátt fyrir að hafa verið iðinn við kolann undanfarin ár hefur lengi blundað í mér að verða virkur í starfi Samtakanna '78 og taka þátt í því góða starfi sem á sér þar stað enda hafa jafnréttismál og barátta fyrir samfélagi laust við mismunun og ofbeldi þar sem allir hafa frelsi og tækifæri til að finna hæfileikum sínum farveg verið rauður þráður í öllum mínum störfum.

2. Spurningar fyrir frambjóðendur í stjórn

Samtökin '78 er gríðarlega mikilvægt afl í baráttu fyrir réttlátu og jöfnu samfélagi laust við fordóma, mismunun og ofbeldi. Samtökin verða að vera sýnilegt og róttækt afl og mig klæjar í fingurnar að taka þátt í starfinu og nýta þá reynslu sem ég hef til að gera gagn innan samtakanna. Í kringum Druslugönguna höfum við með róttækum aðgerðum í bland við pólitísk skref innan stjórnsýslunnar náð að koma af stað kerfislegum breytingum og náð að virkja 20.000 manns til að mæta í gönguna og með því ryðja úr vegi hugmyndum og viðhorfum sem hafa orsakað gríðarlegan sársauka fjölda fólks. Án þess þó að gleyma gleðinni. Gleði og samstaða er nefninlega oftar en ekki öflugasta vopnið í réttindabaráttum og það sýnir saga réttindabaráttu hinsegin samfélagsins glögglega. Þó að við séum oft að takast á við erfiðan og ljótan raunveruleika má nefninlega alveg vera gaman, og það verður eiginlega að vera það. Þannig verður árangurinn bestur, félagsmenn virkari og samfélagið móttækilegra. 

Hinsegin menning og upphafning hennar allstaðar í þjóðfélaginu er þannig að mínum mati eitt öflugasta tækið í réttindabaráttu þeirra fjölbreyttu hópa sem eru innan samtakana og að þeirri menningu verður að hlúa og leitast við að koma á framfæri, þar spila samtökin stórt hlutverk sem ég tel gríðar mikilvægt.

Annars eru verkefnin framundan margvísleg, það þarf að taka á hatursorðræðu í samfélaginu, berjast fyrir breytingum í þágu trans og intersex fólks innan heilbrigðiskerfisins, sinna má
lum hinsegin flóttamanna, berjast gegn kynferðisofbeldi, fjölga félagsmönnum og ýmislegt fleira þar sem ég vona að reynsla mín, sýn og framtakssemi geti komið að góðum notum. 

 

Sólveig Rós

Sólveig Rós

1.1 Nafn og aldur:

Sólveig Rós, 31 árs

1.2 Menntun og starf:

MA í stjórnmálafræði, diplóma í hagnýtri jafnréttisfræði, hin ýmsu námskeið. Vinn sem stendur bæði við liðveislu og á frístundaheimili auk þess að starfa sjálfstætt við fræðslu- og fræðistörf. 

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram): 

Ég er nýlega flutt aftur til Íslands eftir að hafa búið í Belgíu í rúmlega hálft ár. Þar var ég í starfsnámi hjá ILGA-Europe, Evrópusamtökum hinsegin fólks, sem Samtökin ’78 eru meðlimur í. Það var frábær reynsla og ég lærði mikið um alþjóðasamstarf og um hvernig hin ýmsu samtök um alla Evrópu starfa og skipuleggja sig. 

Í fyrra fékk ég styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að rannsaka gagnkynhneigð og sískynja norm í kynfræðslu í grunnskólum í Reykjavík. Kynningar á niðurstöðum rannsóknarinnar munu fara fram núna á næstunni í samstarfi við Reykjavíkurborg og mun það vonandi leiða til bættrar kynfræðslu í Reykjavík. Ég er einnig í Samþykkishópnum en á þeim vettvangi held ég málstofur og fræðslur um samþykki fyrir ungt fólk. 

Á háskólaárunum var ég í tvö ár í stjórn UVic Pride, samtökum hinsegin nemenda í háskólanum í Victoria þar sem ég bjó. Það var frábær og lærdómsrík reynsla. Ég er einnig virk í evrópusamstarfi hinna ýmsu hópa og er sem stendur að skipuleggja þjálfun fyrir fólk sem vinnur með ungu fólki um hvernig er hægt að skapa öruggara rými fyrir hinsegin ungmenni og vinna gegn kynjuðum staðalmyndum á meðal ungs fólks. 

Fyrir utan þetta hef ég unnið mikið með börnum. 

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78: 

Síðan í byrjun árs 2013 hef ég verið virk í jafningjafræðslu Samtakanna ’78 og farið með fræðslur í hina ýmsu skóla. Á vormánuðum 2014 varð ég einnig einn af umsjónaraðilum Ungliðahreyfingarinnar. Því sinnti ég í u.þ.b. ár en þá fór ég í leyfi á meðan ég vann hjá ILGA-Europe. Fyrir utan þetta hef ég tekið virkan þátt í innra starfi Samtakanna undanfarin ár sem almenn félagsmanneskja og hef tekið að mér hin ýmsu verkefni eins og blaðaskrif. 

2. Spurningar fyrir frambjóðendur í stjórn

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?

Að mínu mati er mikill uppgangstími hjá Samtökunum. Mikilvæg verkefni hafa verið unnin, svo sem að flytja í nýtt húsnæði og koma fjármálum í betra horf eftir hrun. Mikilvægustu breytingarnar að mínu mati eru aukin samskipti innan samtakanna sem eru tilkomin til dæmis með samráðsvettvangi á facebook. Nýir þjónustusamningar við Reykjavíkurborg og Hafnarfjörð skipta miklu máli, bæði fyrir Samtökin en einnig fyrir sveitarfélögin og þá nemendur sem munu núna fá aukna þjónustu og fræðslu. Einnig hafa Samtökin byrjað að taka virkan þátt í baráttu flóttafólks og hælisleitenda fyrir öruggu heimili sem er gífurlega mikilvægt. Samtökin eru því á uppleið en áframhaldandi kraft þarf til að halda áfram í þá átt. 

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)

Að mínu mati þarf að halda áfram með þau mikilvægu verkefni sem eru í gangi, hlúa að innra starfi, ungliðastarf og fræðslu. Það er þar sem ég tel mig geta lagt mest af mörkum: skortur á þekkingu er jú undirstaða fordóma. Hinir ýmsu hlutar samfélagsins gætu haft gott af fræðslu, bæði nemendur, skólastarfsfólk, starfsfólk í heilbrigðisgeiranum, löggæslu, innflytjendamálum, fjölmiðlum og fleira. Ég vil vinna að virkri og markvissri fræðslu til sem flestra þjóðfélagshópa ásamt því að styðja við rannsóknir á bæði viðhorfum og þekkingu þessara hópa og á upplifunum og högum hinsegin fólks á Íslandi. Einnig getum við lært ýmislegt af þeirri fjölbreyttu vinnu sem er í gangi í hinum ýmsu félögum. 

Ungliðastarfið er ótrúlega dýrmætt og þar eru mörg sóknartækifæri til að vinna betur með þessu unga fólki, skapa þeim öruggara rými til að vera þau sjálf og fá að þroskast og öðlast færni á hinum ýmsu sviðum. Þar hafa Samtökin ríka ábyrgð. Einnig sé ég fjölmörg tækifæri í alþjóðlegu samstarfi en hin ýmsu samtök í Evrópu hafa mörg frábær verkefni á sinni könnu sem við getum lært af svo við séum ekki sífellt að finna
upp hjólið. Einnig eru málefni hælisleitenda mjög brýn um þessar mundir og mikilvægt að við byggjum um samstarf við önnur samtök sem sinna þessu málefni svo við getum stutt þau sem best sem til okkar leita ásamt því að hvetja stjórnvöld til að endurskoða sína stefnu í þessum málum.

2.3 Annað sem þú vilt koma á framfæri?

Ég er fylgjandi gagnsæi og opinni umræðu. Ég myndi beita mér fyrir auknu upplýsingaflæði og samskiptum innan félagsins. Einnig fyrir áframhaldandi samskiptum við almenning og fjölmiðla í hinum ýmsu formum, svo sem blaðagreinum, viðveru á samfélagsmiðlum, opnum fræðslum og fundum.  Samstarf við önnur félög og aðra jaðarsetta hópa er einnig mjög mikilvægt og ekki má gleyma því að hinsegin fólk er fjölbreyttur hópur og er einnig fatlað, af erlendum uppruna, af hinum ýmsu kynjum og aðhyllist hin ýmsu trúarbrögð. Ég hef nú þegar verið virk í starf Samtakanna ’78 í nokkur ár og væri þakklát fyrir að fá tækifæri til að halda því áfram, núna í formi stjórnarsetu. 

 

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir

Ljósmynd: Móa Hjartardóttir

 

1.1  Nafn og aldur:

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, 25 ára.

1.2  Menntun og starf:

BA gráða í félags- og kynjafræði, nemandi á meistarastigi í kynjafræði. Starfa við fjáröflun hjá Stígamótum eins og er.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Fjölskylduhagir. Í sambúð með manneskju og kött í Vesturbænum.

Leikfélags Verkmenntaskólans á Akureyri. Sat í stjórn leikfélags Verkmenntaskólans á Akureyri sem ritari frá 2010-2011 og gegndi meðal annars starfi sýningarstjóra á stórum söngleik og einni leiksýningu.

Hinsegin Norðurland. Ein af stofnendum Hinsegin Norðurlands og gegndi þar formennsku frá 2010-2011. Hélt utan um fræðslustarfsemi félagsins.

Trans Ísland. Hef starfað í stjórn Trans Íslands frá árinu 2011 og hef gengt stöðu ritara, varaformanns og formanns. Er einnig fjölmiðlafulltrúi og talsmanneskja félagsins. Hef þar tekið þátt í ótal verkefnum bæði hérlendis sem og erlendis, skipulagt minningardag trans fólks undanfarin ár, séð um samfélagsmiðlaveru félagsins og sótt um styrki, hannað fræðsluefni og fleira. Sit fyrir hönd félagsins í nefnd um málefni hinsegin fólks sem starfar á vegum Velferðarráðuneytis.

Q-félag hinsegin stúdenta. Sat í stjórn félagsins frá árinu 2011-2015. Tók þar þátt í mikið af alþjóðastarfi, svo sem ráðstefnum, málþingum, sumarbúðum og öðrum vegamiklum verkefnum á alþjóðavísu.

  IGLYO – International Gay, Lesbian, Bisexual, Transgender, Queer & Intersex Youth & Student Organization. Hef starfað í stjórn félagsins frá árinu 2015 og hef tekið þátt í að skipuleggja stóra viðburði á borð við ráðstefnur um samtvinnun (e. intersectionality), norm criticism, intersex málefni og tekið þátt í að skrifa fræðsluefni um norm criticism og aðgengilega menntun. Hef þar unnið með allkyns samtökum og stofnunum á borð við Transgender Europe og Evrópuráðinu.

Annað. Hef komið fram mikið opinberlega og tjáð mig um trans málefni, bæði hérlendis sem og erlendis.Hef skrifað ótal greinar, verið í viðtölum í blöðum, netmiðlum, útvarpi og sjónvarpi og kann að koma vel fram og vel fyrir mig orði á opinberum vettvangi. 

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Stjórn. Sat í stjórn félagsins frá mars 2012 fram til nóvember 2012, eða þangað til að ég tók við sem fræðslustýra.

Fræðsla. Hef tekið þátt í fræðslu hjá félaginu frá árinu 2011 og var ráðin sem fræðslustýra í nóvember 2012 fram til september 2015, eða þegar staðan var lögð niður í þeirri mynd. Hef vegamikla þekkingu á hinsegin málefnum og undirhópum hinsegin regnhlífarinnar og hef haldið óteljandi fyrirlestra um hinsegin málefni í grunnskólum, framhaldsskólum, félagasamtökum, fyrirtækjum og fyrir fagstéttir. Ég myndi því segja að þekking mín á þessu sviði sé einn af mínum helstu styrkleikum.

Mannréttindaskrifstofa Íslands. Sat í framkvæmdarstjórn Mannréttindaskrifstofu fyrir hönd félagsins frá árinu 2012-2015.

Nefndarstörf. Hef setið í ótal nefndum fyrir hönd félagsins og unnið sjálfboðaliðastarf í tengslum við ýmis verkefni og/eða viðburði frá árinu 2011.

2. Spurningar fyrir frambjóðendur í stjórn

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?

Samtökin ’78 hafa að mínu mati orðið ein af sterkustu og mest virtu félagasamtökum landsins á undanförnum árum. Félagið hefur tekið miklum stakkaskiptum og tel ég þ
að vera vegna þess að árið 2007 var starfsemi félagsins útvíkkuð til að ná til fleiri hópa, eða allrar hinsegin regnhlífarinnar. Samtökin hafa því starfað sem einskonar regnhlífarsamtök sem hafa skapað sér sterka stöðu innan þjóðfélagsins sem er mikilvægt og verðmætt í baráttunni gegn mismunun og fyrir viðurkenningu. Samtökin hafa unnið vegamikið starf sér í lagi þegar kemur að réttindum samkynja para eða mismunun á grundvelli kynhneigðar. Einnig finnst mér jákvætt að sjá að Samtökin hafa verið að beita sér fyrir ættleiðingum samkynja para og í málum hælisleitenda. Þegar kemur að fræðslustarfsemi þá hefur ásókn í fræðslu aukist gífurlega og hafa Samtökin verið að mæta þeirri þörf að einhverju leyti með góðu fræðsluefni og sjálfboðaliðum. Fræðslustarfsemi félagsins hefur verið og að mínu mati á að vera einn af hornsteinum félagsins og tel ég að auka þurfi á fræðslustarfsemi, hanna meira fræðsluefni, þjálfanir til að fara með á sem flesta staða, svo sem til fagstétta og fyrirtækja. Samtökin hafa einnig tekið virkan þátt í réttindabaráttu trans fólks og hafa nú tekið intersex fólk líka undir sinn væng sem mér finnst mikilvæg og rétt þróun.

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis). 

Að mínu mati er það þrju megin atriði sem að ég vil beita mér fyrir og tel að mín þekking og reynsla nýtist þar vel.

Félagslíf og hinsegin menning. Það þarf að auka félagsstarf og þátttöku meðlima félagsins með ríku og fjölbreyttu félagslífi félagsins. Nýtt húsnæði býður upp á góða möguleika að halda úti virkri og góðri félags- og menningarmiðstöð og finnst mér gríðarlega mikilvægt að byggja upp samfélag og menningu hinsegin fólks, til að efla samstöðu og styrkleika einstaklinga innan okkar félags.

Réttindabarátta. Það er gríðarmikið starf sem þarf að eiga sér stað til að tryggja trans og intersex fólki jafnan rétt og vernd gegn mismunun og tel ég það eigi að vera eitt af höfuð verkefnum Samtakanna. Þetta felur í sér að stefna að vegamiklum lagabreytingum og jafnframt félagslegum breytingum til að uppræta fordóma og mismunum sem trans og intersex fólk upplifir í samfélaginu. Þetta felur í sér að vekja athygli á orðanotkun og berjast gegn þröngu kynjakerfi sem þröngvar okkur í úreltar staðalímyndir kynjatvíhyggjunnar. Einnig er á mörgu að taka í málum hinsegin flóttafólks og hælisleitenda sem og allra hinsegin einstaklinga af erlendum uppruna sem búa hérlendis.

Fræðsla. Mikilvægt er að byggja upp góða fræðslu og hanna fræðsluefni og námskeið sem að eru greinargóð og tala tillit til undirhópa hinsegin regnhlífarinnar að fullu. Einnig er ekki síður mikilvægt að samþætta fræðslustarfsemina og efni okkar út frá samtvinnunarsjónarhorni og taka þar sérstaklega inn í mismunandi þætti, svo sem húðlit, menningarlegan bakgrunn, kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni, kyntjáningu, stétt, efnahagsstöðu, fötlun, o.s.frv.

2.3 Annað sem þú vilt koma á framfæri? Ég nota skóstærð nr. 39, fjólublár er uppáhaldsliturinn minn og ég elska lélega raunveruleikaþætti á borð við Real Housewives og Survivor.

 

Unnsteinn Jóhannsson

Unnsteinn Jóhannsson

1.1 Nafn og aldur:

Unnsteinn Jóhannsson 29 ára en nálgast þrítugt eins og óð fluga

1.2 Menntun og starf:

KaosPilot – starfsmaður Bjartrar framtíðar

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Fæddur í Hlíðunum og uppalinn í Garðabænum. Skáti, bróðir, KaosPilot, unnusti (brátt eiginmaður, ef hann segir já), hundaeigandi, opinskár, pólitíkst nörd, pylsugerðamaður, forvitinn og með sterka réttlæstikennd.

Hvernig lýsir maður sjálfum sér best? Ég veit það ekki alveg, en ég get sagt ykkur að ég hef búið í 5 löndum í heiminum, að frá töldu Íslandi. Nýja Sjálandi, Hollandi, Belgíu, Danmörku og Kólumbíu. Það mætti segja að ég hafi þó nokkra reynslu úr sjálfboðaliðastarfi. Þar á meðal hef ég starfað innan skátahreyfingarinnar, setið í stjórn ýmiskonar félagasamtaka og unnið við ýmsa viðburði. Á síðasta ári starfaði ég sem framkvæmdastjóri Landssambands æskulýðsfélaga sem veitti mér kenndi mér og gaf mér dýpri skilning um hvernig rekstur og daglegstörf félagasamtaka fara fram. 

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Hef setið í Trúnaðarráði í tvö ár. 

2. Spurningar fyrir frambjóðendur í stjórn

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?

Mér hefur þótt frábært að fylgjast með og fá
að taka þátt í þeim verkefnum sem Samtökin hafa staðið fyrir á þessu ár. Flutningar í nýtt húsnæði tóku drjúgan tíma en að sjá hvernig það hefur lifnað við starfinu eftir opnun veitir innblástur og einmitt staðfestir að samtökin eru á réttri leið. Með tilkomu nýrra samninga við fleiri sveitarfélög sést mikilvægi þess að Samtökin séu sterk og haldi þeim trúverðuleika sem þau hafa. Einnig hefur mér þótt áhugavert hvernig ákveðið var að fara í málsókn vegna hatursummæla og er ég nokkuð vissum að það hafi aðeins ýtt við því að nú er komin af stað hatursglæpadeild innan lögreglunnar. Þó margt hafi spilað inní. Einnig finnst mér ánægjulegt að heyra að allri ráðgjöfinni sem Samtökin veita enda með því mikilvægara sem við gerum. Það mætti telja upp svo marga hluti en ég held ég stoppi hér í bili. 

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)

Enn eru mér ofarlega í huga fjölskyldumál hinsegin fólks. Mér þykir mikilvægt að Samtökin haldi áfram að skoða allar hliðar af fjölskyldumálum hinsegin fólks, bæði hvaða möguleikar eru í boði sem og hlúi að og vinni með hinsegin fjölskyldum. Einnig vil ég sjá nýjar leiðir í fjáröflun fyrir Samtökin.  Ég mikinn áhuga á að skýra og skerpa hlutverk Trúnaðarráðs, sem best væri að gera með stofnun laganefndar. Það yrði mér líka mikið kappsmál að á þessu ári verið hlutverk og ábyrgð stjórnar og trúnaðarráðs mjög skýr og að enn meiri samvinna verði með sjálfboðaliðum innan Samtakanna. Ég get þó ekki sleppt því að nefna málefni hinsegin hælisleitenda og flóttafólks, ég held að við séum á réttri braut og getum haldið áfram og gert enn betur í þeim málum.  

2.3 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Að hafa fengið að kynnast öllum þeim frábæru manneskjum sem starfa innan Samtakanna eru forréttindi. Það eflir mann og opnar á nýjar víddir. Því betur sem ég hef kynnst starfsemi félagsins og þeim öflugu sjálfboðaliðum sem vinna með Samtökunum því meira eflist ég í að vilja betia mér í þágu hinsegin baráttunnar. Hef ég fundið fyrir aktivistanum innra með mér stækka og styrkjast. 

 

Leave a Reply