Skip to main content
FréttirStjórnTilkynningTrúnaðarráð

Framboð til stjórnar 2017-2018

By 10. mars, 2017nóvember 15th, 2021No Comments

Vegna aðalfundar Samtakanna ’78 sem haldinn verður 18. mars 2017 kallaði kjörnefnd eftir framboðum til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Tilkynningu þess efnis sendi nefndin frá sér þann 6. febrúar 2017. Framboðsfrestur rann út þann 4. mars.

Innan framboðsfrests bárust 22 framboð í 19 embætti. Framboðin skiptast sem hér segir:

Formaður (1) – eitt framboð:

Varaformaður (1) – eitt framboð:

Ritari (1) – eitt framboð:

Gjaldkeri (1) – eitt framboð:

Alþjóðafulltrúi (1) – eitt framboð:

Meðstjórnandi (2) – fjögur framboð:

Skoðunarmenn reikninga (2) – tvö framboð:

Trúnaðarráð (10) – ellefu framboð:

  • Alda Villiljós
  • Andrés Peláez
  • Guðjón Ragnar Jónasson
  • Guðný Guðnadóttir
  • Ingileif Friðriksdóttir
  • Jóhann G. Thorarensen
  • Marion Lerner
  • Ragnhildur Sverrisdóttir
  • Reynir Þór Eggertsson
  • Rodrigo Vito Cruz Corcuera
  • Sigríður J. Valdimarsdóttir

Kynningar á frambjóðendum til stjórnar má sjá hér að neðan.
Kynningar á frambjóðendum til trúnaðarráðs má sjá hér: Framboð til trúnaðarráðs 2017-2018.

Í kjörnefnd sitja Alexander Björn Gunnarsson, Ásta Ósk Hlöðversdóttir og Svandís Anna Sigurðardóttir.

Virðingarfyllst,
kjörnefnd.

 

Formaður

Eitt embætti – eitt framboð: María Helga Guðmundsdóttir.

 

María Helga Guðmundsdótti

María Helga Guðmundsdóttir

1.1 Nafn og aldur
María Helga Guðmundsdóttir, 29 ára.

1.2 Menntun og starf
Ég er með MS og BS gráður í jarðfræði og BA í þýskum bókmenntum frá Stanfordháskóla. Ég starfa sjálfstætt sem við þýðingar og karatekennslu. Auk starfa minna sem þýðandi hef ég fjölbreytta reynslu af verkefna- og viðburðastjórn, kennslu og námsefnisgerð á ýmsum sviðum. Ég er landsliðskona í karate og yfirþjálfari barna og unglinga hjá Karatefélaginu Þórshamri og var formaður félagsins 2015–2017. Ég er sjálfboðaliði hjá Stelpur rokka! og var formaður félagsins Gettu betur-stelpna í tvö ár og stýrði þar fjölmennum æfingabúðum.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Ég er tungumálanjörður, bókaormur, lakkrísfíkill og íþróttastrympa með alvarlega dellu fyrir Esjugöngum.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Ég er formaður Samtakanna ‘78 og hef gegnt því embætti síðan í september 2016. Á tímabilinu mars–sept 2016 sat ég í trúnaðarráði og stjórn, fyrst sem áheyrnarfulltrúi og síðar meðstjórnandi.

Ég hef verið virkur sjálfboðaliði síðan 2013 í ýmsum verkefnum. Ég sat m.a. í dómnefnd Hýryrða 2015 og er höfundur hinsegin fræðsluefnisins sem nú er kennt í þjálfaranámi ÍSÍ og KSÍ. Að auki hef ég unnið að þýðingum fyrir Samtökin ‘78, Intersex Ísland og OII Europe og þýtt heimildamyndir um hinsegin málefni fyrir RÚV.

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?
Samtökin standa mjög vel að mörgu leyti. Félagið nýtur virðingar í samfélaginu, sem sést ekki síst á því að ímynd þess er enn sterk þrátt fyrir að stormasamt ár sé nýliðið. Mikil aðsókn er í ráðgjöf og fræðslu, bæði frá einstaklingum og stofnunum, og ljóst er að þörfin er víða brýn. Aðsóknin er oft svo mikil að erfitt er að anna eftirspurn, hvað þá að koma nýjum verkefnum af stað. Því er mikilvægt að efla rekstrargrundvöll félagsins enn frekar á komandi árum.

Mörg þörf skref hafa verð tekin síðustu ár í átt að auknu gagnsæi og fagmennsku í starfseminni. Þó er enn nóg um sóknarfæri á því sviði. Deilur síðasta árs eru öllum enn í fersku minni og því er mikilvægt að leggja sérstaka áherslu á gagnsæ vinnubrögð og opin samskipti við félagsfólk. Þar er frekari úrvinnsla á verkefnum eins og Samtakamættinum og nýlegri viðhorfskönnun til félagsfólks lykilatriði. Hvort tveggja voru gagnleg framtök sem þarf að fylgja vel eftir til að þau nýtist sem skyldi.

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtak
anna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)

Sem formaður hef ég lagt áherslu á að taka frumkvæði og vera sýnilegur og virkur sjálfboðaliði, en jafnframt að útdeila verkum og dreifa ábyrgð svo allir félagar fái hlutdeild í starfinu. Í Samtökunum ‘78 er nægt pláss fyrir alls konar sjálfsprottið starf, bæði á sviði félagslífs og réttindabaráttu.

Á þessari stundu eru nokkrir málaflokkar sem ég vil vinna sérstaklega að á komandi ári. Því fer þó fjarri að þetta sé tæmandi verkefnalisti:

  • Heilsa samfélagsins í fjölbreyttum skilningi
    • Kynheilsuátak, gerð kynfræðsluefnis og barátta fyrir aðgengi að nýjustu smitvarnarúrræðum á borð við PrEP
    • Langþráðar lagalegar úrbætur á stöðu trans og intersex fólks í heilbrigðiskerfinu
    • Frekari styrking ráðgjafarþjónustu í samráði við starfandi ráðgjafa
    • Efling félagsstarfs fyrir eldra hinsegin fólk
    • Aukin umræða og fræðsla um ofbeldi í nánum samböndum
    • Aðgerðir gegn kulnun og brottfalli sjálfboðaliða
  • Útgáfumál og aðgengi að upplýsingum
    • Uppfærsla og aukning á innihaldi heimasíðunnar, t.d. með upplýsingum um réttindi hinsegin fólks á Íslandi og helstu baráttumál félagsins
    • Þýðing á sem mestu efni á erlend mál, þ. á m. ensku og pólsku
    • Gerð auðlesins efnis á íslensku
  • Uppbygging á fræðslustarfi með það að markmiði að ráða fræðslufulltrúa í fullt starf
  • Undirbúningur veglegrar 40 ára afmælishátíðar árið 2018

Að mínu mati er eftirsóknarvert að vinna sem flest þessara verkefna í nánu samstarfi við önnur félög. Það á bæði við um hagsmunafélög S’78 og önnur samtök sem við deilum markmiðum með, allt eftir verkefnum. Frábærlega heppnuð samstarfsverkefni á borð við hina nýafstöðnu ráðstefnu Truflandi tilvist sýna hversu mikill styrkur er fólginn í samstöðu og samvinnu.

Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnar og starfsfólks á þessum tímapunkti er að afla aukins fjár, svo hægt sé að styrkja grunnstarfsemi félagsins og fylgja þessum verkefnum vel eftir. Þar spilar samstarf við opinbera aðila stórt hlutverk, en á komandi ári þarf m.a. að endurnýja þjónustusamninga við Reykjavíkurborg. Einnig er mikilvægt að leita fjölbreyttra leiða við fjármögnun, m.a. með því að auðvelda fólki að gerast reglulegir styrktaraðilar félagsins.

Á liðnu kjörtímabili setti stjórn sér starfsáætlun sem var kynnt á félagsfundi mánuði eftir aðalfund. Síðan hefur stjórnin hefur kynnt stöðu verkefna í áætluninni með pistlum á tveggja mánaða fresti. Þetta verklag gafst vel og vil ég halda því áfram á komandi tímabili.

Framundan eru spennandi tímar hjá félaginu, með stórafmæli í vændum og hinsegin málefni í deiglunni sem aldrei fyrr. Það hefur verið heiður að vinna með þeim öfluga hópi sjálfboðaliða sem stendur vaktina á Suðurgötunni og ég vona að félagsfólk treysti mér til að leiða þá starfsemi áfram.

 

Varaformaður

Eitt embætti – eitt framboð, Sigurður Júlíus Guðmundsson.

Sigurður Júlíus Guðmundsson

Sigurður Júlíus Guðmundsson

1.1 Nafn og aldur
Sigurður Júlíus Guðmundsson, 36 ára.

1.2 Menntun og starf:
Ég er menntaður fjölmiðlatæknir auk þess að hafa klárað nám í forritun og frumkvöðlafræðum. Ég starfa sem tæknimaður hjá AP Media og sinni þar fjölbreyttum verkefnum. Ég er meðlimur í hinsegin kórnum og hef verið frá upphafi hans með hléum. Ég er meðlimur í búddistafélaginu SGI á Íslandi og hef iðkað búddisma í yfir fimmtán ár. Þá tók ég þátt í útgáfu Hýraugans á sínum tíma og ég framleiddi einnig þáttaröðina Öfugmæli sem sýnd var á iSTV og er nú aðgengileg á Youtube.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):Ég er upphaflega frá Ólafsfirði en hef búið í Reykjavík frá 13 ára aldri. Ég er giftur og á eina plöntu sem mér tekst með naumindum að halda á lífi.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:
Ég hef verið viðloðinn Samtökin ‘78 í mörg ár og komið að fjölmörgum verkefnum þeim tengdum. Þá hef ég setið í stjórn og trúnaðarráði samanlagt i fjögur og hálft ár og hef sinnt embættum Formanns trúnaðarráðs, meðstjórnanda í stjórn og Varaformanns í tvö ár.

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?
Samtökin eru mikið sködduð eftir baráttu síðasta árs en ég er mjög bjartsýnn á framtíð Samtakanna. Mikið og gott starf hefur verið unnið að undanförnu og traust á Samtökin hefur aukist jafnt og þ&eac
ute;tt. Samtakamátturinn var mikilvægur þáttur í þeirri leið sem liggur fyrir samtökunum og sátt um tilgang þeirra og stefnu.

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)
Nú skiptir máli að halda rétt á þeim tækifærum sem bjóðast og halda áfram að vinna að því að auka traust hinsegin fólks á Samtökunum. Mikil vinna er fyrir höndum við það auk stefnumótunar. Persónulega vil ég leggja áherslu á málefni hinsegin innflytjenda og hælisleitenda auk málefna kynheilsu en þar að auki stefni ég að því að halda áfram þeirri vinnu sem ég hef komið að á undanförnum mánuðum.

 

Ritari

Eitt embætti – eitt framboð: Álfur Birkir Bjarnason.

Álfur Birkir Bjarnason

Álfur Birkir Bjarnason

1.1 Nafn og aldur
Ég heiti Álfur Birkir Bjarnason og er 23 ára.

1.2 Menntun og starf
Í vor mun ég ljúka námi í tölvunarstærðfræði við Háskólann í Reykjavík. Ég hef starfað sem sjálfboðaliði AFS, skiptinemasamtaka, og gegnt embættum innan félagsstarfs Menntaskólans í Reykjavík. Síðan í september 2016 hef ég svo starfað innan stjórnar Samtakanna ‘78 og er mjög stoltur af því starfi.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Samhliða námi mínu skoða ég fugla og fylgist með heimsmálunum. Ég hef mikinn áhuga á samskiptum fólks og langar að stuðla að fagmennsku og góðum tjáskiptum þar sem ég starfa..

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Eins og ég nefndi að ofan hef ég setið í stjórn Samtakanna ‘78 síðan í september. Lengst af var ég meðstjórnandi en hef síðustu mánuði prófað að gegna bæði ritara- og varaformannsembættunum. Ég kunni sérlega vel við föst verkefni ritara og óska því eftir kjöri til þess embættis á aðalfundi félagsins 18. mars..

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?
Samtökin ‘78 eru gríðarlega sterkt félag. Bakland félagsins er stórt og tilbúið að styðja það og leiðbeina því í hinum ýmsu málum. Félagið er svo sterkt og vinnur svo gott starf að nú er svo komið að ráðamenn og opinberar stofnanir leiti til okkar og hvetji skjólstæðinga sína til að eiga samtal við okkur. Það lýsir sterkri stöðu í samfélaginu.

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)Styrk staða okkar gerir okkur kleift að miðla baráttumálum okkar á áhrifaríkan hátt. Ég vil, í samráði við félagsfólk, setja upp aðgerðaáætlun forgangsraða baráttumálum svo baráttan verði markvissari. Þá tel ég mikilvægt að treysta ímynd Samtakanna ‘78 enn frekar og auka starfsemina, bæði starfsemi sem grundvallast af starfi starfsfólks en einnig grasrótarstarfsemi og almenna starfsemi félagsmanna.

Verkefni sem ég vil vinna sérstaklega sem ritari eru m.a. að gera vefinn okkar aðgengilegri, ítarlegri og skýrari, gera fundargerðir félagsins hnitmiðaðri og stuðla að bættri fundarmenningu meðal þeirra sem starfa fyrir félagið.

Ég vona innilega og óska þess að ég fái tækifæri til að vinna þessi verkefni, auk þeirra fjölmörgu verkefna sem ég hef ekki séð fyrir.

 

Gjaldkeri

Eitt embætti – eitt framboð: Benedikt Traustason.

Benedikt Traustason

Benedikt Traustason

1.1 Nafn og aldur
Benedikt Traustason, 22 ára.

1.2 Menntun og starf
Hef lokið hönnunarnámi við lýðháskólann Rødding Højskole og stunda nú nám við líffræði í HÍ ásamt því að vera í hlutastarfi hjá Arion banka.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Starfsreynsla: Ég hef undanfarið ár starfað sem einstaklings- og fyrirtækjaráðgjafi hjá Arion banka.

Stúdentaráð Háskóla Íslands: Ég mun sitja í Stúdentaráði Háskóla Íslands starfsárið 2017-2018.

Samband íslenskra framhaldsskólanema: Ég gegndi embætti varaformanns veturinn 2014-15 og varð síðar skoðunarmaður reikninga fyrir félagið.

Menntaskólinn í Reykjavík: Ég sat tvo vetur í skólanefnd MR fyrir hönd nemenda ásamt því að sjá um stofnun Catamitusar – hinsegin félags nemenda við skólann.

Amnesty International: Ég sat í stjórn Ungliðahreyfingar Amnesty.

Ég hef einnig setið í hinum ýmsu nefndum á vegum ráðuneyta og stofnanna fyrir hönd SÍF og ge
gnt trúnaðarstörfum fyrir önnur samtök, þ.á.m. skátahreyfinguna.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Ég kynntist samtökunum fyrst með því að leita mér ráðgjafar við að koma út úr skápnum. Fyrir um ári síðan kom ég inn sem fulltrúi í trúnaðarráð og hef frá því í ágúst setið í stjórn fyrst sem meðstjórnandi en síðar gjaldkeri. Sækist ég eftir endurkjöri í embætti gjaldkera.

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?
Mikil uppbygging hefur átt sér stað innan samtakanna á undanförnum árum og vil ég halda því starfi áfram. Fræðslusamningar við sveitarfélög, aukin áheyrn innan stjórnsýslunar og almennur stuðningur innan samfélagsins við baráttumál hinsegin fólks eru okkur einkar mikilvæg og gefa okkur tækifæri til að halda áfram öflugu starfi.

Þó að átök hafi átt sér stað á síðustu mánuðum megum við ekki missa niður vinnu undanfarinna ára. Eigum við að reyna að draga lærdóm af þeim og leitast við að sætta ólík sjónarmið. Tel ég að núverandi stjórn hafi gert vel í þeim efnum.

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)

Samtökin eiga að halda áfram að sækja fram á næstu árum. Ungliðastarf er nú komið í fastari skorður með samstarfssamningi Tjarnarinnar og samtakanna. Samtökin þurfa að tryggja fjármögnun þessa samstarfs til framtíðar og leita leiða til að fjölga þeim tímum sem ungliðar geta leitað til okkar.

Í ár renna út fræðslu- og þjónustusamningar okkar við Reykjavíkurborg og þurfum við að gera nýja samninga sem tryggja fjármögnun samtakanna á næstu árum og skapa skilyrði til áframhaldandi sóknar í starfi. Jafnframt þurfum við að halda áfram að tryggja reksturinn með fjölbreyttari leiðum t.d. með hvatningu til félagsmanna að styrkja samtökin með mánaðarlegum framlögum og með því að nýta þann meðbyr sem skapast í kringum hinsegindaga til fjáröflunar.

Starfshópur um að eldast hinsegin í íslensku samfélagi hefur nú verið settur á fót en þau málefni munu á næstu árum skipa stærri sess á vettvangi samtakanna. Það er því mikilvægt að halda áfram þeirri vinnu en ég hef setið í starfshópi þess efnis fyrir hönd stjórnar.

Eitt stærsta verkefni komandi stjórnar verður undirbúningur að skipulagningu afmælisársins 2018. Nú þegar hefur verið stofnaður sjóður til að standa straum af kostnaði vegna þessa en við undirbúninginn þarf að gæta þess að kostnaður fari ekki úr hófi og að fjáröflun vegna afmælisins verði markviss.

Sterkur fjárhagur og skýr stefna, mótuð af félagsmönnum, er að mínu mati lykillinn að öflugri hagsmunabaráttu.

2.3 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Samtökin verða aldrei sterkari en þeir sem taka þátt í starfi þeirra. Það er því og ætti að vera kappsmál hverrar stjórnar að gera vel við þá sem leggja tíma sinn og metnað í starf þess. Með öflugt fólk í félaginu getum við haldið áfram mikilvægri mannréttindabaráttu og kröftugu starfi!

 

Alþjóðafulltrúi

Eitt embætti – eitt framboð, Kitty Anderson.

 

Kitty Anderson

Kitty Anderson

1.1  Nafn og aldur:
Ég heiti Kitty Anderson og er 35 ára.

1.3  Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Ég fæddist í Reykjavík, ólst upp í Skotlandi og á Egilsstöðum en bý í Reykjavík með manni og stjúpsyni og gegni þjónustuhlutverki við kettina tvo sem eiga heimilið.

Ég er einn af stofnendum Intersex Íslands og hef gegnt formennsku félagsins frá stofnun þess árið 2014.

Síðastliðið ár hef ég gegnt stöðu meðstjórnanda Samtakanna ´78 og sit í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands fyrir hönd Samtakanna ´78  og hef komið að starfi teymi Samtakanna ´78 um málefni hælisleitanda og flóttamanna.

Í september 2015 var ég kosin ritari framkvæmdastjórnar Organisation Intersex International Europe e.V (OII Europe) og sinni þar ýmsum trúnaðarstörfum í þágu evrópsku intersex hreyfingarinnar. Fram að því sat ég í stjórn félagsins frá haustinu 2014.

Síðastliðin ár hef ég myndað sterk tengsl við hinsegin félög víða um Evrópu. Ég hef meðal annars sótt árlega ráðstefnu ILGA-Europe í þrígang og vinnustofur um “Common frames and values” og “Organisational structuring and development” á þeirra vegum.

Ég hef einnig myndað óformlegri tengsl við stjórnarmeðlimi hinsegin félaga flestra Evrópulanda.

Á síðastliðnum árum sótti ég fundi með mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins, SOGIESC deild Evrópuráðsins, Lífsiðfræðinefnd Evrópuráðsins, formönnum fleiri deilda Evrópuráðsins, ECRI, OSCE, þingmönnum Evrópu&
thorn;ingsins og sérstökum erindreka utanríkisráðuneyti bandaríkjanna um málefni hinsegin fólks og hef myndað tengsl við þessar stofnanir og mjög sterk tengsl við Evrópuráðið.

Í maí var ég kosin stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, þar sem ég sit fyrir hönd Samtakanna ‘78.

Ég sat í stjórn Karatefélagsins Þórshamars frá árinu 2011-2016, og gegndi hlutverki bæði gjaldkera og ritara.  Á árunum 2006-2008 gegndi ég hlutverkum félagslegs trúnaðarmanns og öryggistrúnaðarmanns á vinnustöðum.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Árið 2015-2016 gegndi ég hlutverki meðstjórnanda innan Samtakanna 78 og sinnti hefðbundnum stjórnarstörfum. 2016-2017 hef ég gegnt stöðu Alþjóðafulltrúa félagsins

Til viðbótar við hefðbundin stjórnarstörf vann ég að loka hluta “Ég er ég” verkefnisins ásamt því að sjá um eftirfylgd með því máli þar til nýr framkvæmdastjóri hóf störf.

Ég kom að vinnslu gagna fyrir kærur sem Samtökin ´78 lögðu fram í apríl á síðastliðnu ári og sótti ásamt framkvæmdastjóra fund með lögregluembættinu til þess að koma á samstarfi við embættið.

Ég hef einnig komið að starfi Samtakanna ´78 að málefnum flóttafólks og hælisleitenda og hef sótt fundi með bæði Rauða krossi Íslands og Útlendingastofnun til að koma á samstarfi við þessar stofnanir.

Ég hef farið fyrir hönd Samtakanna til Madrid til að kynna starfsemi félagsins í Hatursorðræðu málum og hélt þar fyrirlestur um kærur sem Samtökin ´78 lögðu fram gegn Hatursorðræðu hér á landi.

Ég hef setið fundi með erlendum stofnunum á borð við ECRI og OSCE þegar þau hafa komið til landsins og veitt upplýsingar um raunverulega stöðu hinsegin fólk hér á landi. Á dögunum fór ég einnig fyrir hönd Samtakanna á “No Hate practitioners meeting” í Búkarest þar sem ég styrkti tengsl félagsins verulega inn á þetta svið.

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?

Þrátt fyrir töluvert fjársvelti þá hefur félagslíf innan Samtakanna 78 blómstrað frá opnun Suðurgötu 3

Með nýju húsnæði hefur félagsstarfsemi aukist og mikil ásókn hefur verið í hina ýmsu og fjölbreyttu viðburði sem félagsmenn og hagsmunafélög hafa staðið fyrir.

Aukin og jákvæð fjölmiðlaumfjöllun á árinu 2015 og framan af árs 2016 skilað sér í aukinni samfélagsumræðu um mikilvægi hinsegin malefna. Aukning hefur orðið á eftirspurn eftir grunnskólafræðslu, ásókn í ráðgjöf er mikil og bætt hefur verið við lögfræðiráðgjöf.

Með auknum umsvifum félagsins er ljóst að félagið þarf á meira en einu stöðugildi að halda og var ráðning fræðslustýru í hlutastarf fyrsta skrefið í að auka stöðugildi Samtakanna. Von mín er sú að enn frekar sé hægt að auka við starfsmanna flóru samtakanna og auka með því þjónustu til hinsegins samfélagsins alls. Eitt af mikilvægari verkefnum komandi árs verður að tryggja félaginu aukið fjármagn til þess að efla þá þjónustu sem félagið getur veitt félagsmönnum og eins til að auka stórlega hinsegin fræðslu til samfélagsins alls.

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)

Tel ég að auka þurfi hinsegin fræðslu all verulega. Fræðslan sem félagið veitir til efsta stigs grunnskóla og framhaldskóla er mjög góð en heildræn hinsegin fræðsla ætti að ná yfir öll skólastig. Einnig þarf að hefja skipulega fræðslu til hinna ýmsu embætta og stofnanna. Til dæmis lögreglu, heilbrigðiskerfisins, og til ýmsra félagasamtaka sem koma að málefnum sem geta tengst inn á hinsegin málefni. Einnig þarf að taka á hinsegin málum þegar kemur að vinnumarkaðnum í heild og hefur vinna síðasta árs við íslenska staðfæringu á Workplace Pride Index verið fyrsta skref í lengra tíma ferli við að ná því

Ef staða Ísland er skoðuð á ILGA Europe kortinu má glöggt sjá að ýmislegt vantar upp á til þess að fullt jafnrétti og lagalega vernd sé hér að finna. Framfarir sem hafa átt sér stað á síðastliðnum árum í öðrum Evrópuríkjum hafa leitt til þess að árið 2017 föllum við áfram niður þann lista og komum á hæla landa eins og Grikklands. Þegar kemur að Jafnréttis og mismuna löggjöf hinsegin fólk til handa stöndum við enn verr. Þar vermum við 35. sæti á eftir Litháen og og Andorru. Miklar réttarbætur þarf að gera í málefnum Trans og Intersex fólks, samkynja mæður mæta hindrunum við barnseignir og gangskör þarf að gera í ættleiðingarmálum hinsegin fólks. Engar stefnur eða áætlanir hafa verið markaðar í málefnum er snerta jafnrétti og mismunun hinsegin fólks, né til að glíma við hatursorðræðu sem hinsegin fólk sætir, hjá stjórnvöldum. Engin formleg stefna ríkir hér gagnvart hinsegin hælisleitendum sem tekur tillit til þeirra viðkvæmu stöðu. Tel ég Samtökin ´78 þurfa beita sér í þessum málum á komandi árum og vil ég gjarnan taka þátt í því starfi.

Aukin tengsl við hinsegin félög og stofnan
ir sem koma að hinsegin málum víða um Evrópu tel ég styrkja starfsemi félagsins. Þessháttar tengsl auðvelda okkur að sækja þekkingu og samstarf útum alla Evrópu og jafnvel víðar. Ég vil gjarna leita eftir áframhaldandi umboði Samtakanna ´78 til þess að nýta það tengslanet sem ég hef þegar myndað til að styrkja stöðu alþjóðastarfs samtakanna og byggja upp samstarfsverkefni við önnur hinsegin félög í Evrópu. Nú þegar hafa þessi tengsl skilað sér að hluta og fengu Samtökin 78 í fyrsta skipti á þessu ári boð á ráðstefnu um LGBTI málefni, þar sem að háttsettir fulltrúar Evrópusambandsins komu saman á Möltu í febrúar á þessu ári.

2.3 Annað sem þú vilt koma á framfæri?

Síðastliðið ár hefur verið félaginu þungt, óvenjulegar aðstæður og mikil mannaskipti hafa sett sitt strik í þá starfsemi sem vinna var hafin að koma á fót. Nú er komin tími á að hinsegin samfélagið standi bökum saman og vinni saman að fræðslu og réttindamálum öllu hinsegin fólki til handa.

 

Meðstjórnendur

Tvö embætti – fjögur framboð: Guðmunda Smári Veigarsdóttir, Kristín Lovísa Lárusdóttir, Ragnar Erling Hermannsson og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir.

Guðmunda Smári Veigarsdóttir

Guðmunda Smári Veigarsdóttir

1.1 Nafn og aldur
Guðmunda 29 ár frá fæðingar dag.

1.2 Menntun og starf
Sit í eins og er í stjórn samtakanna og hef tekið þátt í starfi s78 í næstum meira en áratug. Starfa einnig sem kokkur og sit í nokkrum öðrum stjórnum félagasamtaka.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Ég er Hinsegin activisti sem skilgreini ekki kyn, kynhneigð eða hvernig hinsegin ég er.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Sjá fyrra svar.

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?
Samtökin eru en að jafna sig eftir umrótarsaman tíma. Langar mig að halda áfram að byggja þau upp og auka stofnana minnið.

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2­3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)
Mig langar að halda áfram að koma að húsnæðis málunum og reyna koma þeim í betra horf. Ég hef líka ýmsar hugmyndir um hvernig er hægt að auka tengingar við landsbyggðina og auka þjónustu við yngri kynslóðirnar.

 

Kristín Lovísa Lárusdóttir

Kristín Lovísa Lárusdóttir (Lobba)

1.1 Nafn og aldur
Kristín Lovísa Lárusdóttir (Lobba) 24 ára

1.2 Menntun og starf
Frá 2013 hef ég verið í stjórn Q-Félags Hinsegin Stúdenta. Fyrstu tvö árin var ég meðstjórnandi og seinni 2 sat ég í stjórn sem varaformaður. Ég hætti í janúar 2017 vegna persónulegra ástæðna. Á þessum tíma í stjórn Q – félagsins hef ég fengið mikla reynslu af alþjóðlegum verkefnum og hef ferðast í sumarbúðir og á ráðstefnur í nafni Q félagsins.

Árið 2014 hélt ég ásamt 4 öðrum einstaklingum verkefni sem hét Project Queer activism og var það haldið á Reykjum í Hrútafirði þar sem þátttakendur frá öðrum löndum í Evrópu sem og Íslandi voru saman í viku og lærðu um aktivisma.

Meðfram því að vera hinsegin aktívisti hef ég hægt og rólega klárað stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hef nánast óslitið frá 16 ára aldri unnið með börnum og eða unglingum í minni vinnu. Hvort sem það hefur verið sem knattspyrnuþjálfari ,leiðbeinandi á leikjanámskeiði, frístundaleiðbeinandi á frístundaheimili eða í félagsmiðstöð. Í dag starfa ég á frístundaheimili.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Er maka og barnslaus eins og er og hef tíma til að sinna því að sitja í stjórn og sinna sjálfboðavinnu.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Haustið 2012 byrjaði ég sem jafningjafræðari fyrir samtökin og hef farið í ótal margar fræðslur í nafni s78. Þó að ég hafi tekið mér pásu frá því uppá síðkastið meðal annars til að klára skóla og vegna persónulegra ástæðna þá ætla ég mér að halda því áfram. Á síðustu árum hef ég ásamt því að vera fræðari reynt að hjálpa þegar beðið er um hjálp eins og að rífa gólfefni af gólfum eða mála yfir grafiti og hjálpa til með önnur tilfallandi verkefni.

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?
Ég tel að staða S78 sé mjög góð og hefur einungis vaxið frá því að ég fór að fylgjast með starfinu. Ungliðastarfið hefur sjaldan eða aldrei verið á betri stað og almennt félagsstarf eins og opin hús á fimmtudögum virðast vera draga fleira fólk að.

Einnig hefur Nýr formaður sýnt það í verki að við þurfum að minna á okkur og kemur það kannski aðallega skýrt í gegn með þeirri fræðslu sem að hún h
efur verið að kalla eftir að byrji innan íþróttahreyfinganna.

Einnig finnst mér aðdáunarvert hvernig ný stjórn hefur lagt sig fram við að koma til móts við sem flesta eftir leiðinda erjur sem áttu sér stað árið 2016 og finnst mér að samtakamátturinn endurspegli þá vinnu algjörlega.

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)
Miðað við hvernig starfið er núna sé ég bara jákvæða þróun og enþá meiri uppbyggingu í starfi s78. En það er auðvitað hægt að breyta og bæta og mér finnst að það þurfti að bæta starf hinsegin eldriborgara sem virðist vera lítið sem ekkert, hvort að það sé s78 að kenna get ég ekki dæmt um en alveg klárlega vettvangur sem ætti að ráðast í. Það var kallað eftir því fyrir auka-aðalfundinn í haust. Ef kallinu hefur verið svarað og sú vinna byrjuð þá er það bara frábært.

Einnig finnst mér þurfa að hlúa betur að hópnum 18-20+. Það er nýr hópur kominn á laggirnar og finnst mér það ekkert nema frábært og það þarf að passa uppá þann hóp og passa að hann haldist og festist í sessi.

Mínir styrkleikar liggja aðallega í starfi með ungu fólki og langar mig mjög að vinna eitthvað með ungliðum og HinUng Hópnum og horfi ég mikið til skotlands með það fyrir augum að sjá hvernig samtökin Queer Youth Scotland hlúir að sýnum hinsegin ungmennum og hvernig starf þau vinna

Einnig hef ég mikinn áhuga á að efla fræðslu innan Íþróttahreyfingarinnar og koma inn í það sem nú þegar er byrjað, að fræða verðandi þjálfara um hinsegin málefni og gera það part af grunnþjálfaramenntun hjá öllum sérsamböndum á Íslandi.

 

Ragnar Erling Hermannsson.

Ragnar Erling Hermannsson

1.1 Nafn og aldur
Ragnar Erling Hermannsson 32ja ára.

1.2 Menntun og starf
Ráðgjafaskóli Íslands 2015 IC/RC Drug and Alcohol therapy program.

Evolvia ehf. Markþjálfun / Coaching International

Ég sit í stjórn HIV Ísland 2015

Ég starfa sem leiðsögumaður hjá Extreme Iceland ehf.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla afvinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Ég er einhleypur Reykvíkingur. Ég legg mikið upp úr að miðla af fyrri reynslu minni í hinum ýmsu störfum og samtökum. Eins og er er ég að stofna ferðaþjónustu fyrirtæki sem sérhæfir sig í uppbyggingu sjálfsvirðingar fólks.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna 78
Ég hef aldrei komið að starfi samtakanna 78.

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?
Ég tel að Samtökin 78 hafa gert mikið af góðum hlutum í gegnum tíðina og sést það á þeim miklu mannréttindum sem við samkynhneigðir búum við á Íslandi í dag. Það má alltaf gera betur og er ég reiðubúinn að leggja mitt af mörkum við þá vinnu.

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)
Ég tel að mínir kraftar nýtist best á sviði forvarna og fræðslu. Innan okkar samfélags eru margir að stríða við vímuefna vanda og almennt tengt sjálfsvirðingar skorti og hef ég lagt mesta áherslu á uppbyggingu þess í starfi mínu. Ég vil einnig leggja mikla áherslu á HIV stigma og fræðslu sökum þeirrar miklu fáfræði sem enn ríkir varðandi þennan hvimleiða sjúkdóm. Það þarf að fræða alla í okkar samfélagi um að þeir sem eru á lyfjum séu ekki smitandi og ég tel að það þurfi að gera allt sem í okkar valdi stendur til að minnka áfallið hjá þeim sem eru að smitast.

Það sem ég tel að þurfi að koma á laggirnar er persónuleg ráðgjöf til að taka á móti þeir sem hafa lent í miklum áföllum líkt og vímuefna misnotkun og HIV smitum. Við þurfum að koma af stað herferð um HIV sem upplýsir samfélag okkar í eitt skipti fyrir öll um þær staðreyndir sem nútíma læknavísindi bjóða upp á.

 

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

1.1 Nafn og aldur
Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, 16 ára

1.2 Menntun og starf
Nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð á málabraut, formaður Hinseginfélags NFMH, skáti og meðlimur ráðgjafarhóps umboðsmanns barna. Á síðustu árum hef ég einnig tekið þátt í ýmsu öðru ungmennastarfi og félagsstarfi m.a. á vegum Barnaheilla og Evrópusambandsins.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla afvinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Kópavogsbúi í húð og hár, bý heima hjá foreldrum mínum með tveimur eldri systkinum. Þegar ég er ekki í skólanum eða að sinna félagsstarfi þá passa ég börn, les (alltof) mikið af bókum og spila tónlist.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna 78
Ég hef verið virkur jafningjafræðari síðan í byrjun hausts 2015. Í mars 2016 var ég k
jörin í trúnaðarráð og gegndi þar embætti varaformanns fram að aðalfundinum í september 2016. Í september var ég kjörin aftur í trúnaðarráð og tók við embætti varaformanns á ný. Í febrúar 2017 var ég tilnefnd af trúnaðarráði til að taka sæti í stjórn og tók þar við embætti ritara.

2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?
Ég hef ekki verið lengi viðloðandi við félagið sem sjálfboðaliði, og byrjaði að taka þátt á brösóttum tímum. Síðasta árið hjá félaginu hefur verið stormasamt, það er ekkert leyndarmál. Þrátt fyrir að það hafi verið tvísýnt um hlutina á tímabili, þá tel ég að félagið hefi verið sterkara fyrir vikið. Það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með og taka þátt í öllum þeim frábæru verkefnum og samráðum sem hafa sprottið upp á síðustu mánuðum í kjölfar aðalfundarins í september.

Ungliðastarfið og ráðgjöfin eru alltaf á sínum stað, og tel ég þau vera eitt það mikilvægasta sem þetta félag hefur upp á að bjóða. Sjálf byrjaði ég í ungliðunum fyrir rúmlega fjórum árum og gæti ég ekki verið þakklátari fyrir allt yndislega fólkið sem hefur staðið að starfinu síðustu ár.

Þegar á heildina er litið þá finnst mér félagið bara vera að standa sig nokkuð vel sem slíkt, en það má alltaf gera betur! Ég vona bara að ég fái það tækifæri að fá að halda áfram að vera með í þeirri framför.

2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna ’78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)
Ég vonast eftir því að ná að virkja enn fleiri meðlimi félagsins í starfinu. Það hafa komið athugasemdir síðustu ár um að hópurinn sem situr í stjórn og trúnaðarráði sé of einsleitur, og ég get að einhverju leyti tekið undir það. Ég var á grunnskólaaldri þegar ég byrjaði sem sjálfboðaliði og fannst á tímabili mjög erfitt að ná að brjótast inn í klíkuna. Það er mín von að fjölmennari og fjölbreyttari hópur sjái sér fært að vera sjálfboðaliðar. Félagið væri ekki starfrækt án fólksins sem leggur tíma sinn og orku í að halda því uppi, alveg launalaust.

Ég vil að Samtökin haldi áfram að beita sér fyrir því að Ísland verði aftur í forystu í málefnum hinsegin fólks. Samkvæmt Regnbogakorti ILGA-Europe höfum við dregist mikið aftur úr Evrópulöndunum í þessum málefnum. Við megum ekki gleyma okkur í paradísinni, jafnrétti var ekki náð við lögleiðingu samkynja hjónabanda. Trans- og intersex löggjöf er næsta skref sem þetta samfélag þarf að taka, og vonandi enn meira í framhaldi þess!

Það er klárt mál að það þarf að auka hinseginfræðslu á öllum sviðum samfélagins. Persónulega vil ég leggja áherslu á aukna fræðslu fyrir ríkisstarfsmenn og fólk í uppeldisstörfum, en auðvitað væri best ef að allir mögulegir gæti fengið fræðslu. Samtökin hafa verið gríðarlega dugleg í fræðslunum síðastliðin ár, en það má alltaf betur gera!

 

Skoðunarmenn reikninga

Tvö embætti – tvö framboð, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir og Sigurjón Guðmundsson.

 

Mynd vantar

Heiður Björk Friðbjörnsdóttir

1.1 Nafn og aldur
Heiður Björk Friðbjörnsdóttir

1.2 Menntun og starf

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78

 

 

Sigurjón Guðmundsson

Sigurjón Guðmundsson

1.1 Nafn og aldur
Sigurjón Guðmundsson – 63 ára

1.2 Menntun og starf
Gagnfræðingur + 1 vetur í Framhaldsdeild Gagnfræðaskóla – viðskiptakjörsvið  (Undanfari Fjölbrautarskólanna). Bankastarfsmaður.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Ég er einhleypur. Í frístundum hef ég sungið í kórum – mér til mikillar ánægju.

Bankastarfsmaður sl. 38 ár – þar áður „Skattendurskoðandi“  á Skattstofu Vestmannaeyja og Bókari hjá Rafveitu Vestmannaeyja.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Kom inn í Samtökin 1994. Varð fyrst skoðunarmaður 1996 eða 1997 og hef verið það flest árin eftir það.

Leave a Reply