Skip to main content
search
Fréttir

Framboð til trúnaðarráðs S'78 2016-2017

Eftirfarandi gefa kost á sér í trúnaðarráð Samtakanna ´78 félagsárið 2016-2017. Kosið verður á aðalfundi þann 5. mars kl. 14.

Auður Emilsdóttir

Auður Emilsdóttir

1.1  Nafn og aldur:

Auður Emilsdóttir, 32 ára

1.2 Menntun og starf:

B.Sc. í líffræði. Starfa við kennslu leikskólabarna.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Er í sambúð. Hef unnið ýmis störf með börnum og unglingum, m.a. sem frístundaráðgjafi og aðstoðarverkefnastjóri á frístundsheimili fyrir börn með fatlanir. Vann einnig í 6 sumur í sumarbúðum í Bandaríkjunum, m.a. við skipulag og utanumhald starfsnáms 15-18 ára unglinga. Var í stjórn Hinsegin kórsins 2012-2016, fyrst sem raddformaður og síðan sem ritari.

1.1  Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Hef lítið komið að starfi Samtakanna hingað til, þó tekið að mér einstaka verkefni í sjálfboðaliðastarfi.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2015-2016 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir og svo framvegis).

Ég er mjög flink að vinna með ungu fólki svo ég get vel ímyndað mér að taka að mér einhver verkefni í tengslum við það. Annars sé ég fyrir mér að trúnaðarráð taki ýmislegt að sér sem stjórn delegerar til þess, og geti auk þess komið með innlegg í það sem stjórn vinnur að hverju sinni og e.t.v. veitt breiðari sýn á málin – að því gefnu að hópurinn sé ekki einsleitur!

 

Benedikt Traustason

Benedikt Traustason

1.1  Nafn og aldur:

Benedikt Traustason, 20 ára

1.2  Menntun og starf:

Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík, nám við frá Rødding Højskole lýðháskólann.

Ég starfa sem þjónustufulltrúi í Arion banka.

1.3  Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Ég hef gegnt ýmsum trúnaðarstöðum fyrir félagasamtök. Ég sat í Ungmennaráði Amnesty International og gegndi embætti varaformanns Sambands íslenskra framhaldsskólanema veturinn 2014-15. Auk þess sat ég í skólanefnd MR fyrir hönd nemenda 2012-15 og vann að stofnun hinseginfélags innan skólans.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Hef ekki tekið að mér trúnaðarstörf fyrir Samtökin en er meðlimur Hinsegin kórsins.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2015-2016 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir og svo framvegis) 

Á undanförnum misserum hafa málefni trans-, kynsegin-, og intersexfólks fengið meiri vigt í samfélaginu. Eitt stærsta verkefni samtakanna og þar með trúnaðarráðs er að sjá til þess að umræðunni um málefni tengdri réttindabaráttu hinseginfólks sé haldið hátt á lofti og eiga samtökin að vera leiðandi þegar að kemur því kemur. Auk þess eru málefni er varða ættleiðingar til samkynja para og staða ungs hinsegin fólks mér sérlega hugleikin. Tel ég að reynsla mín af félagsstörfum muni gagnast mér sem fulltrúi yngri kynslóðanna í trúnaðarráði.

 

Daníel Arnarsson

Daníel Arnarsson

 

1.1  Nafn og aldur:

Daníel Arnarsson, 26 ára

1.2 Menntun og starf:

Er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og stunda nú nám í Félagsfræði við Háskóla Íslands. Starfa á miðlægri skrifstofu Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs.

1.2  Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Hef unnið við margvísleg þjónustustörf síðasta áratug, lengst af sem kaffibarþjónn á kaffihúsum Tes og Kaffis, vann við rekstur kaffihúsa Tes og Kaffis og kom að markaðsmálum. Hef unnið með Vinstrihreyfingunni grænu framboði frá árinu 2007, hef setið í stjórn ungliðahreyfingar VG frá árinu 2007 til 2014 og sit nú í stjórn VG. Er í sambúð með Hólmari Hólm Guðjónssyni. Hef einnig tekið að mér verkefni tengd söng síðustu fimm ár, og komið fram við hin ýmsu tilefni.

1.3  Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Hef verið í trúnaðarráði frá síðasta aðalfundi.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2015-2016 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir og svo framvegis)

Að mínu mati gæti hlutverk trúnaðarráðs orðið veigameira, til dæmis við kynningarstörf Samtakanna, fjáraflanir, söfnun nýrra félaga og þess háttar. Einnig ætti trúnaðarráð að vera vettvangur fyrir félagsmenn svo að þeir hafi greiðan aðgang að Samtökunum, hvort sem það er til að koma á framfæri skilaboðum eða til að bjóða fram krafta sína til frekari starfa.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?

Hef brennandi áhuga á mannréttindamálum og því byrjaði ég í pólitík á sínum tíma. Þó að það sé mögulega viðkvæmt að segja það, þá eru réttindamál hinsegin fólks hápólitísk mál og því tel ég minn bakgrunn í stjórnmálum nýtast mér vel í starfi innan Samtakanna.

 

Guðrún 'Bitur' Ólafsdóttir

Guðrún 'Bitur' Ólafsdóttir

 

1.1 Nafn og aldur:

Guðrún 'Bitur' Ólafsdóttir

1.2 Menntun og starf:

UNIX Sysadmin, Landsbankinn

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Reynsla af vinnumarkaði: Retail IT Management, Sys admin

Félagsstörf: Sjálfboðaliði í jafningjafræðslu S78, varaformaður S78, stjórnarmeðlimur, gjaldkeri og varaformaður Q-félag hinsegin stúdenta, fyrsti varamaður í stjórn PÍR.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Jafningjafræðsla

Lítil verkefni sem snúa að tækni

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2015-2016 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir og svo framvegis)

Áherslur trúnaðarráðs: Aðgengileiki, sýnileiki og jaðarhópar

Gagn af áhuga/reynslu: Sem atvinnumanneskja í tæknibransanum og partur af "jaðarsettum minnihlutahóp" í hinsegin samfélaginu vil ég nota tækniþekkingu mínu til að gera upplýsingar S78 aðgengilegri og sýnilegri ásamt því að geta talað frá sjónarhorni hópa sem hefur oft verið ýtt soldið til hliðar.

 

Hafsteinn Himinljómi Sverrisson

Hafsteinn Himinljómi Sverrisson

 

1.1  Nafn og aldur:

Hafsteinn Himinljómi Sverrisson, 29. ára

1.2  Menntun og starf:

Ég var á félagsfræðibraut í MH og var mjög virkur þar í leikfélagi menntaskólans, ég lauk við 3 ár þar áður en ég hætti námi. Ég hóf svo BA gráðu við leiklistarskóla í englandi sem heitir Rose Bruford college of speech and drama, þar sem ég var í 2 ár í deild sem heitir European Theatre Arts þar sem ég fór meðal annars í hálfs árs skiptinám til Tékklands. Þegar hrunið var 2008 þá þurfti ég að yfirgefa námið vegna fjárörðuleika en fram að því var ég að fá góðar einkunnir og stóð mig vel.

1.3  Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Ég er um þessar mundir án atvinnu vegna þess að ég er í geðendurhæfingu á hvíta bandinu sem gengur mjög vel. Ég mun svo fara aftur á vinnumarkaðinn þegar líður að sumri. Ég hef unnið sem kaffibarþjónn og þjálfari kaffibarþjóna seinustu 11 árin með námi. Ég hef unnið á nokkrum kaffistöðum hér á landi og svo á kaffihúsi í París í 3 mánuði. Ég var eitt sinn í stjórn ungliðana í samtökunum '78 og var mjög virkur meðlimur ungliðanna þar áður. Einnig er ég að sjá um Drag-Súg sem er skemmtikvöld miðað að hinsegin áhorfendum og framkomufólki, þá ýmist drag, söng, circus o.fl. Það gengur mjög vel og munum við halda því áfram.

1.4  Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Eins og ég sagði áður þá var ég í stjórn ungliðhreyfingarnar og var virkur þar áður og sá t.d. um að skipuleggja atriði ungliðanna í gleðigöngunni. Einnig tók
ég þátt sem listamaður í samsýn ingu hinsegin listamanna sem Magnús Gestsson skipulagði. Ég hef líka verið að skipuleggja og halda kaffihittinga þar nefnds hommahittings einusinni í viku. Svo er ég líka meðstofnandi leikfélagshóps sem kallast PUCK! og erum við að vinna leiksýningu eftir smásögu okkar manns Oscar Wilde.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2015-2016 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir og svo framvegis) 
Ég sé fyrir mér að það sem ég tel mikilvægt og ég tel að mín reynsla komi að notum er við að skapa sterkari félagsstarf og menningarviðburði. Að finna leiðir til að draga hinsegin fólk saman og efla samfélagið okkar sem og að reyna að safna saman og miðla sögu hinsegin fólks á íslandi. Samfélag hinsegin fólks hefur á seinustu árum virst slitna og þinnast og finst mér mikilvægt að höfuð þeirra félags sem ber hag hinsegin fólks fyrir brjósti þurfi að vinna í því að skapa jákvætt, sterkt og vel upplýst samfélag fyrir yngri kynslóðina sem og þá eldri.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Hinsegin samfélag skiptir mig miklu máli, mér hefur aldrei liðið eins mikið eins og ég eigi heima og með öðru hinsegin fólki og ég horfi með fortíðarþrá á tímana þegar ég kom fyrst útúr skápnum og það virtist vera svo mikið líf og sterkt net fyrir okkar fólk. Ég vil gera mitt besta til að gera samfélag okkar kraftmikið að nýju.

 

Heiðrún Fivelstad

Heiðrún Fivelstad

 

1.1  Nafn og aldur:

Heiðrún Fivelstad, 22 ára

1.2  Menntun og starf:

Mannfræði og kynjafræði við háskóla Íslands, rek gistiheimili á Ránargötu með fjölskyldunni

1.3  Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Er í Q-félaginu, var kosin ritari fyrir þetta ár, fór Í Lambha-búðirnar, er að koma mér inn í Jafningjafræðsluna (hef setið nokkra til undirbúnings en á eftir að flytja sjálf) – hef áhuga á öllu hinsegins! Annars áratuga reynsla af vinnumarkaði, sjálfboðaliði í Rauða Krossinum til margra ára, unnið slatta með einstaklingum með hreyfihamlanir ef eitthvað af þessu nýtist 🙂 Hef reynt að sækja eins mikið af viðburðum um hinsegin málefni eins og ég get til að fræða sjálfa mig meira 🙂

1.4  Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Sama fyrir ofan!

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2015-2016 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir og svo framvegis):

Er opin fyrir öllu, hvar sem ég gæti nýst 🙂

Kjartan Þór Ingason

Kjartan Þór Ingason

 

1.1  Nafn og aldur:

Kjartan Þór Ingason

1.2  Menntun og starf:

Menntaskóla stúdent og nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Ég er einhleypur 24 ára gamall Reykvíkingur fjölbreytta með reynslu á vinnu markaði meðal annars hef ég starfað á leikskóla í 3 ár og freistað gæfunnar í Berlín sem starfsmaður á McDonalds. 

Ég hef brennandi áhuga á félagsstörfum og hef setið samfleytt í nefndum síðan á menntaskólaárum mínum auk þátttöku í leikritum. Í dag sit ég sem varamaður í velferðaráði Reykjavíkurborgar, hinseginnefnd velferðarráðaneytisins fyrir þingflokk Framsóknarfloksins og er varaformaður ungra framsóknarmanna í Reykjavík.

1.3  Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Engin

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2015-2016 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir og svo framvegis)

Að mínu mati ætti trúnaðarráð að beita sér að fullumkraft á þeim vetvangi þar sem hinsegin fólk stendur höllum fæti í samfélaginu. Ég tel málefni transfólks hafi náð á gott skrið undanfarin ár en þó er margt innan kerfisins sem þarf að þrýsta enn meira á til að mynda rétt til nafnabreytinga, réttur transbarna og umbætur á ferlinu í heild sinni.

Mig langar að sjá aukinn kraft í að jafna rétt samkynhneigðra til blóðgjafar og tel að trúnaðarráð sé kjörinn vetvangur til að beita mér í þeim málaflokki.

Ég hef brennandi áhuga á mannréttindum og umbótum í samfélaginu. Í gegnum árin hef ég öðlast ýmsa þekkingu á virkni kerfisins, stjórnmáuml og aðferðum til að &thorn
;rísta á yfirvöld til umbóta. Ég vona að ég geti lagt mitt af mörkum og látið gott af mér leiða fyrir samfélagið í gegnum trúnaðarráðið.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Ég er mikil félagsvera og þykir fátt skemmtilegra en að kynnast nýju fólki og vinna að frábærum verkefnum í góðra vina hópi =)

Óskar Steinn Ómarsson

Óskar Steinn Ómarsson

 

1.2  Nafn og aldur:

Óskar Steinn Ómarsson, 21 árs.

1.3  Menntun og starf:

Leiðbeinandi í leikskólanum Hvammi, á 1. ári í stjórnmálafræði við HÍ. 

1.4  Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Hef verið virkur í Ungum jafnaðarmönnum um árabil og átti m.a. frumkvæði að tillögu um innleiðingu hinsegin fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar.

1.5  Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Engin.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2015-2016 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir og svo framvegis)

Ég tel mig ekki vita nóg um hlutverk trúnaðarráðs til að hafa skoðun á áherslum ráðsins en ég hef víðtæka reynslu frá félagastörfum og pólitískum aktivisma og vil leggja mitt af mörkum fyrir málstað hinsegin fólks á Íslandi.

Sigríður Rósa Snorradóttir

Sigríður Rósa Snorradóttir

 

1.1 Nafn og aldur:

Sigríður Rósa Snorradóttir, 31 árs

1.2 Menntun og starf:

Ég er með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og starfa við umönnun á Grund. Eins stunda ég nám við háskóladeild Söngskólans í Reykjavík og stefni að 8. stigi núna í vor.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Ég er frá Selfossi en hef búið í Reykjavík síðustu 14 árin. Ég hef unnið við ýmislegt í gegnum tíðina, m.a. markaðs- og sölustörf, ýmis konar umönnunarstörf, sjálfboðastarf á barnaheimili á Grikklandi o.fl. Lengst af starfaði ég á leikskóla, eða um 10 ár. Ég hef einnig reynslu af ýmis konar félagsstörfum og er m.a. auglýsingastýra og sýningaritari Kynjakatta, kattaræktarfélags Íslands. Innan hinsegin samfélagsins hef ég aðallega verið virk í gegnum Hinsegin kórinn en ég var gjaldkeri kórsins í 3 ár.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Ég sat eitt ár í trúnaðarráði, frá 2014 – 2015.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2015-2016 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir og svo framvegis):

Ég sé fyrir mér trúnaðarráð sem aðhald við stjórn en þó aðallega sem stóran hóp af fólki sem getur aðstoðað stjórnina með alla þá mörgu og mismunandi hluti sem þarf að gera svo Samtökin þrífist sem best. Ég hef mikinn áhuga á hinsegin málefnum og er bæði dugleg, samviskusöm og heiðarleg. Það eru kostir sem ég tel að nýtist vel innan trúnaðarráðs.

 

Sigurður Þorri Gunnarsson

Sigurður Þorri Gunnarsson

 

1.1  Nafn og aldur:

Sigurður Þorri Gunnarsson – 27 ára.

1.2 Menntun og starf:

B.A í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri, M.A. í útvarpi frá University of Sunderland og Diplóma í enskri samfélagsgerð og tungu frá University of Westminister.

Tónlistarstjóri útvarpsstöðva Símans, K100 og Retro. Dagskrárgerðarmaður á K100. Plötusnúður og spinningkennari.

1.2  Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Reynsla mín af atvinnumarkaði er að mestu á sviði fjölmiðla, útvarp, sjónvarp og kynningarmál fyrir ýmis samtök og stofnanir. Gengdi formennsku í Kraftlyftingafélagi Akureyrar í tvö ár og hóf þá m.a. undirbúning að inngöngu KFA í Íþróttabandalag Akureyrar en félagið hafði starfað utan þess í nokkurn tíma. Ég hef einnig komið að skipulagningu fjölda smærri og stærri viðburða auk þess sem ég hef starfað sem skemmtikraftur til fjölda ára. ?Ég er einnig fyrirlesari og flyt reglulega fyrirlestra í framhaldsskólum, bæði tengda minni menntu og starfi en einnig um samfélagsleg málefni.

1.3  Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Ég hef komið að starfi innan samtakanna með því að vera fulltrúi Hinsegin kórsins í trúnaðarráði s.l. ár.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2015-2016 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir og svo framvegis)

Trúnaðarráð á að vera tengill milli félagsmanna á stjórnar. Félagsmenn eiga að vera óhræddir við að koma með hin ýmsu mál inn á borð trúnaðarráðs sem koma þeim svo áfram til stjórnar. Eins á trúnaðarráð að styðja við stjórn Samtakanna 78 með því að taka að sér ýmis verkefni fyrir stjórnina, s.s. fjáraflanir, skipulagning viðburða, upplýsinga mál og fleira og fleira. Einnig á trúnaðarráð að veita stjórn öflugt aðhald.

Sæþór Randalsson

Sæþór Randalsson

 

1.1  Nafn og aldur:

Sæþór Benjamín Randalsson, 34 ára gamall

1.2 Menntun og starf:

Háskólanám í BFA,3D listamaður og bakarí

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

I am currently split between doing 3D for an app studio in London, and baking for a new restaurant in Vesturbæjar, called Borðið. I am married to an Icelandic guy for 7 years, and we have a dog and a 1 year old son. I have been interested in gay rights since a young age because of my homophobic upbringing. I was born in Richmond Virginia but have lived in Iceland since 2007 and became a citizen in 2014. We have fostered children here in Iceland, and volunteered to help queer asylum seekers integrate as local connections. I also run a free training website but it is related to 3D rather than queer subjects

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

We have volunteered to work with asylum seekers in the past to be local friends to help with integration, and I have been the behind-the-scenes photographer for Drag Súgur, the GLBT history walk, and a few other past events. We were also in a video production last year that was to be used for school education.

 

 

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

 

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

 

1.1 Nafn og aldur:

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, 15 ára

1.2 Menntun og starf:

Grunnskólapróf, stunda nám við Menntaskólann við Hamrahlíð

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram):

Bý hjá foreldrum mínum. Vinn í skólasjoppunni í MH. Hef einhverja reynslu af félagsstörfum, búin að vera skáti í bráðum 7 ár núna og hef sinnt allskonar störfum innan skátahreyfingarinnar, hef verið virk í Ungliðahreyfingu Amnesty International, er starfandi ráðgjafi hjá Ráðgjafarhóp Umboðsmanns Barna og er einnig fulltrúi í Ungmennaráði Barnaheilla.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78:

Byrjaði í ungliðahreyfingu samtakanna fyrir ca tveimur árum og hef verið jafningjafræðari síðan 2015. Hef einnig eitthvað aðeins verið að sjálfboðaliðast í kringum önnur verkefni

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2015-2016 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir og svo framvegis)

Ég er tilbúin að hjálpa til við hvað sem er og vera að liði allstaðar þar sem að ég mögulega get! Sem barn er ég er sérfræðingur í því að vera barn og tel mig til dæmis geta verið hjálplega við að mynda og stækka ungliðastarfið okkar enn frekar. Annars veit ég ekki það mikið um það sem trúnaðarráð gerir en er opin fyrir öllu!

 

 

Leave a Reply