Skip to main content
AðalfundurFélagsstarfFréttirTrúnaðarráð

Framboð til trúnaðarráðs 2018 – 2019

By 19. febrúar, 2018maí 26th, 2020No Comments

Vegna aðalfundar Samtakanna ’78 sem haldinn verður 4. mars 2018 kallaði kjörnefnd eftir framboðum til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Tilkynningu þess efnis sendi nefndin frá sér þann 29. janúar 2018. Framboðsfrestur rann út þann 18. febrúar fyrir framboð í stjórn en framboðsfrestur í trúnaðarráð rennur ekki út fyrr en á fundinum sjálfum.

Hér að neðan má sjá framboð og framboðskynningar í trúnaðarráð. Framboð og tilkynningar til stjórnar má sjá hér.

Framboð í trúnaðarráð (2 framboð af 10)
  • Jóhann G. Thorarensen
  • Ragnhildur Sverrisdóttir
Skoðunarmenn reikninga (1 framboð af 2)
  • Sigurjón Guðmundsson

 

Framboð í trúnaðarráð

Jóhann G. Thorarensen
 
1.1 Nafn og aldur.
Jóhann G. Thorarensen, 46 ára
 
1.2 Fyrri reynsla (t.d. menntun, starf, félagsstörf og þess háttar)
MA í ensku auk kennsluréttinda. Hef verið trúnaðarmaður kennara bæði í grunnskóla og framhaldsskóla, hef setið í stjórn Félags enskukennara á Íslandi og í stjórn Félags framhaldsskólakennara. Er starfandi enskukennari og tölvuumsjónarmaður í Menntaskólanum við Sund.
 
1.3 Stutt samantekt á núverandi högum (m.a. fjölskylduhagir og annað sem frambjóðandi vill taka fram).
Er fráskilinn faðir þriggja dætra. Er í sambúð. Á þrífættan kött.
 
1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna '78.
Hef verið í trúnaðarráði Samtakanna ´78 í tvö kjörtímabil, verið annar hluti ljóðakvöldanna VoVo (við og vinir okkar) auk þess að sjá um opin hús á fimmtudagskvöldum.
 
3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2018–2019 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Ég hef mestan áhuga á að auka sýn samfélagsins á hinsegin listamenn og hinsegin list. Einnig get ég komið að notum við að auka sýnileika hinsegin fólks í framhaldsskólum en þar hefur verið oft á tíðum skortur á þeim hópi.
 
3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Nei, það held ég ekki.
 
 
Ragnhildur Sverrisdóttir 
 
1.1 Nafn og aldur
Ragnhildur Sverrisdóttir, 57 ára.
 
1.2 Fyrri reynsla (t.d. menntun, starf, félagsstörf og þess háttar)
Lögfræðingur, blaðamaður á Morgunblaðinu í 25 ár, upplýsingafulltrúi Novator sl. 8 ár.
 
1.3 Stutt samantekt á núverandi högum (m.a. fjölskylduhagir og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Kvænt Hönnu Katrínu Friðriksson og önnur mamma Elísabetar og Margrétar, 17 ára tvíbura.
 
1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna '78.
Sat í stjórn S78 um tíma á 9. áratug síðustu aldar. Tók m.a. þátt í kynningarfundum S78 í framhaldsskólum á þeim tíma.
Félagi í Hinsegin kórnum frá hausti 2015.
 
3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2018–2019 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Ég tel þörf á að skerpa á hlutverki trúnaðarráðs og samspili þess og stjórnar. Starfið á liðnu ári var rólegt og fátt fréttnæmt, en trúnaðarráð má ekki sofna á verðinum, því það getur fengið stór og erfið mál til umfjöllunar með skömmum fyrirvara og þá þarf hlutverk þess að vera skýrt og óumdeilt. 
 
 
 
Skoðunarmenn reikninga
 
Sigurjón Guðmundsson
 
1.1 Nafn og aldur
Sigurjón Guðmundsson „tæplega“  64 ára
 
1.2 Fyrri reynsla (t.d. menntun, starf, félagsstörf og þess háttar)
Gagnfræðapróf  +  fyrra á í Framhaldsdeild Gagnfræðaskóla  –  ( Undanfari  fjölbrautar  ) –  „vipðskiptakjörsvið“  –  8. Stig frá Söngskólanum í Reykjavík  1984.  Bankastarfsmaður frá árinu 1979  –  áður Skattendurskoðandi hjá Skattstjóranum í Vestmannaeyjum  +  bókari hjá Rafveitu Vestmannaeyja.  Kórar, leikfélög ofl.þh. 
 
1.3 Stutt samantekt á núverandi högum (m.a. fjölskylduhagir og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Einhleypur og barnlaus
 
1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna '78.
Hef verið félagslega kjörin skoðunarmaður hjá Samtakanna '78  í mörg ár
 

Leave a Reply