Skip to main content
Fréttir

Framboð til stjórnar og trúnaðarráðs S78

By 15. desember, 2011No Comments

Vilt þú bjóða þig fram í stjórn eða trúnaðarráð Samtakanna 78?

Kjörnefnd auglýsir eftir kraftmiklu fólki sem hefur áhuga á að starfa fyrir félagið.

Óskað er eftir framboðum til stjórnar og trúnaðarráðs.

Í stjórn er óskað eftir framboðum til formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og þriggja meðstjórnenda.

Í trúnaðarráði sitja tíu einstaklingar og er hlutverk ráðsins að vera stjórn félagsins til ráðgjafar og aðstoðar við ýmis verkefni félagsins. Trúnaðarráðið fundar formlega nokkrum sinnum á ári og er auk þess kallað til ýmissa verka. Vonir standa til að trúnaðarráðið muni gegna mikilvægara hlutverki innan Samtakanna á næsta ári heldur en áður og er því mikilvægt að fá virka og metnaðarfulla einstaklinga til ráðsins.  Með setu í Trúnaðarráði gefst öflugu fólki gott tækifæri til þess að hafa áhrif á störf Samtakanna 78.

 Þá er einnig óskað eftir framboðum tveggja einstaklinga til félagslegra skoðunarmanna reikninga.

 Áhugasamir geta sent tölvupóst til kjörnefndar á kjornefndS78@gmail.com með upplýsingum um um hvaða embætti er sóst eftir auk þess að láta fylgja með stutt æviágrip. Ekki væri verra að senda með hugmyndir sínar um starf Samtakanna og hvernig megi bæta það.

 Kjörnefnd hvetur sem flesta til þess að íhuga framboð – því fleiri sem bjóða fram krafta sína í þágu félagsins því betra!

 Kjörnefnd Samtakanna ’78

 Ásta Ósk Hlöðversdóttir

Egill Guðmundsson

Eygló Margrét Stefánsdóttir

Leave a Reply