Skip to main content
search
Fréttir

Framboð til stjórnar

By 1. febrúar, 2011No Comments

Hefur þú áhuga, þor og dugnað? – framboð til stjórnar og trúnaðarráðs 2011

 

Vilt þú bjóða þig fram í stjórn eða trúnaðarráð Samtakanna 78?
Kjörnefnd auglýsir eftir kraftmiklu fólki sem hefur áhuga á að starfa fyrir félagið.
Óskað er eftir framboðum til stjórnar og trúnaðarráðs og verður kosið á aðalfundi þann 10. mars.
Frambjóðendur halda stutta kynningu á sjálfum sér viku fyrr, þann 3. mars.

Í stjórn er óskað eftir framboðum til formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og þriggja meðstjórnenda.
Í trúnaðarráði sitja síðan tíu einstaklingar og er hlutverk ráðsins að vera stjórn félagsins til ráðgjafar og að virkja fleiri félaga til starfa.
Trúnaðarráð fundar með stjórn félagsins að lágmarki tvisvar á ári skv. félagslögum.
Þá er einnig óskað eftir framboðum tveggja einstaklinga til félagslegra skoðunarmanna reikninga.

Frestur til þess að bjóða sig fram er til 24. febrúar og er hægt að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 552-7878 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: kristinsaevars@gmail.com

Kjörnefnd hvetur sem flesta til þess að íhuga framboð – því fleiri sem bjóða fram krafta sína í þágu félagsins því betra!

 

Kjörnefnd Samtakanna 78

 

Kristín Sævarsdóttir

Heiðar Reyr Ágústsson

Hannes Pálsson

Leave a Reply