Skip to main content
Fréttir

Framboðsfrestur framlengdur

By 10. mars, 2010No Comments

Kjörnefnd Samtakanna ´78 tilkynnir framlengdan framboðsfrest til stjórnar og trúnaðarráðs Samtakanna ´78. Einnig er auglýst eftir framboðum til skoðunarmanna reikninga. Nýr framboðsfrestur rennur út kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 15. mars. Ástæða þess að framboðsfrestur hefur verið framlengdur er sú að kjörnefnd hefur ekki borist framboð til embættis ritara félagsins og telur kjörnefnd það skyldu sína að tryggja framboð  til allra embætta stjórnar.

Vakin er athygli á veigamiklum breytingum á lögum félagsins um hvernig kosið er til stjórnar Samtakanna ´78 og eru félagsmenn hvattir til þess að kynna sér þessar breytingar. Breytingarnar sem og lög félagsins í heild má finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.samtokin78.is/index.php?option=com_content&view=article&id=29&Itemid=91
Sérstök athygli er vakin á því að ekki er lengur stillt upp framboðslista við kjör til stjórnar Samtakanna heldur er nú um einstaklingskosningu að ræða og skal frambjóðandi tilgreina hvaða embætti stjórnar viðkomandi sækist eftir. Við kjör í trúnaðarráð er einnig viðhöfð einstaklingskosning.
Framboð til stjórnar og til trúnaðarráðs skulu hafa borist á netfangið skrifstofa@samtokin78.is eigi síðar en kl. 12 á hádegi mánudaginn 15. mars 2010. Þetta netfang er varið gegn ruslpóstþjörkum.
Í framboðstilkynningu skulu frambjóðendur leggja fram upplýsingar um til hvaða embættis viðkomandi býður sig fram auk þess að láta fylgja stutt æviágrip. Framboðin verða auglýst á heimasíðu Samtakanna ´78 síðustu dagana fyrir aðalfund og fá frambjóðendur tækifæri til þess að kynna sig og sín stefnumál á síðunni.

– Kjörnefnd Samtakanna ´78

Leave a Reply