Skip to main content
search
FélagsstarfFréttirSaga

Fríða Agnars sæmd heiðursmerki 26. mars

By 20. mars, 2017maí 28th, 2020No Comments

Stjórn Samtakanna ’78 hefur ákveðið að sæma Fríðu Agnarsdóttur heiðursmerki Samtakanna ’78 fyrir framlag sitt til starfsemi félagsins.

Fríða hefur verið óþreytandi sjálfboðaliði á vettvangi samtakanna svo árum og áratugum skiptir. Hún hefur gengið í öll störf sem sinna þarf, setið í stjórn og trúnaðarráði, sinnt viðgerðum, innkaupum og þrifum, séð um Regnbogasalinn árum saman og lyft grettistaki oftar en einu sinni í viðhaldi á húsnæðinu. Öllum þessum verkum hefur hún sinnt með einstakri jákvæðni og framkvæmdagleði og verið öðrum sjálfboðaliðum og starfsfólki stoð, stytta og fyrirmynd.

Fríða verður formlega sæmd heiðursmerkinu við hátíðlega athöfn sunnudaginn 26. mars kl. 15 í húsnæði Samtakanna að Suðurgötu 3. Í framhaldinu mun fara fram kaffisamsæti Fríðu til heiðurs. Við vonumst til að sem flest sjái sér fært að vera með okkur við þetta gleðilega tilefni.

Ofangreind tilkynning var flutt á aðalfundi Samtakanna '78 þann 18. mars 2017.

Leave a Reply